Jólasveinar - 24.12.1914, Blaðsíða 29

Jólasveinar - 24.12.1914, Blaðsíða 29
29 fjendurna suma hann svalg, en sullaði afgangnum niður, þar til hann uppi stóð einn, sem orf það, er sunnlenskur kaupi stingur í stargresislaut, er steðjar hann heim til að jeta. Nú liðu nokkur ár, og nítján hundruð og fjórtán var þessu illþýði eytt; en orusta hófst þá af nýju við berserk, er Brandíkus hjet og bjó í Templarahelli. Viskí hjet vinur hans, og voru eitraðir báðir, börðu þeir rekka í rot með rótarkylfum úr timbri; Valdi brá skallanum við, en var þó með riðu á eftir, kempan kokvíð og sveitt, og klýju’ er hann vaknaði’ að morgni, velti vöngum í gríð, sem vönkuð rolla á kletti. Upp reis þá átthöfðað skrímsl, sem átti þjettleifur Tómsen, messuvín, mórautt á lit, og margra ára gamall fjandi.

x

Jólasveinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinar
https://timarit.is/publication/457

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.