Jólasveinar - 24.12.1914, Blaðsíða 30

Jólasveinar - 24.12.1914, Blaðsíða 30
30 Vann hann á vogesti þeim a3 vísu, i ii bar þess þó menjar, (öskubust liðamót öll, svo löngum brakaði’ i knjánum, svo sem þá hross eru hart með hrossabrest rekin úr velli, eða þá austanrok knýr eldgamlan mykjuvagn niður beinharðan Bakarastíg, svo bylur í hripgisnum fjölum. þó ljet ei bugast við það hinn þrautgóði korktappaspillir, frjetti’ hann að herfileg flögð, feiknbólgin strádræpu lýðinn. Önnur hjet ófreskjan Romm, ættuð frá húsfrú Zoega, illur andi var hitt, úr Apothekinu hlaupinn. þjórvaldur herjaði’ á þau og þá hófst nú aðsókn að marki, grenjandi gnagaði nú hinn ginvíði bjórdólgur staupin, berserksgang fyrsta sinn fjekk, sem fælinn klár undir böggum ólmur, sem hvíar og eys, og af sjer gjarðirnar slítur, þannig þjórvaldur fór um þvera Víkina’ á spretti,

x

Jólasveinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinar
https://timarit.is/publication/457

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.