Jólasveinar - 24.12.1914, Blaðsíða 31

Jólasveinar - 24.12.1914, Blaðsíða 31
31 braut upp hátimbruð hlið og húsum reið eins og draugm-. það gerðist á Gamlárskvöld, að gekk hann af tröllunum dauðum, geystist svo gegn um heilt í Gúttó beint inn um stafninn. Kreysti konur til blóðs, en karlmenn stýfði úr hnefa. Gerðust þá óhljóð og óp, sem emji tólf hundruð kettir, þegar hin fífldjörfu fress fljúgast á vorlangan daginn. Leiddist nú þjórvaldi þar og þyrsti’ eftir hrímþursa slaginn, kom hann í æði þar að, sem Egilsen varðveitir sprittið, sem menn sjóða við graut og sagt er óhæft til drykkjar. Sat hann þar tröllvega’ á tunnu um tappann haldandi’ af afli. þjórvaldur glenti upp gin og gleypti tunnuna’ og manninn, en það var hans bölvunarbiti, því brátt tók að svífa á garpinn, fyrsta sinn æfinni á, hann ofan í rennuna lagðist, er klukkan í turni sló tólf. „Sic transit gloria rnundi."

x

Jólasveinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinar
https://timarit.is/publication/457

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.