Jólasveinar - 24.12.1914, Blaðsíða 26

Jólasveinar - 24.12.1914, Blaðsíða 26
26 þungabrimi eða þyti halastjörnu, þegar hún flýgur um geiminn. „Samúð, bræðralag — flytjið þér saman—- á einn blett — Paradís. — Flytjið í Flóann og slái þið stör!“ Mennirnir skulfu, því hljóðið var vættar- þungt, en þeir voru altaf að rífast um járn- brautarlagningu og peningaleysi. — þeir skildu ekki meistarann, og gegndu honum engu orði. þá sendi hann þeim pólitískt reiðarslag, til þess að safna þeim saman undir sitt merki gegn Dönum. En þrumufleygurinn samansafnar ekki, hann sundurdreifir. þeir tvístruðust æ því meir, og hinir skriftlærðu pólitíkusar settust í sekk og jusu ösku yfir höfuð sér, ef vera mætti, að þeir fengi skilið meistarann. En þeir skildu hann ekki samt sem áður. Meistarinn hrygðist, en hrygð hans var eins og glampi af spjótsblaði, hvarf um leið og hún kom. Sólkerfin hnigu og stigu, eftir órjúfandi lögmáli og halastjarna var á flækingi upp undan Skaganum. „Ekki þroskaðri en þetta enn þá!“ sagði Katfas Tobías og tók sér fari tneð henni beint út úr sólkerfi voru.

x

Jólasveinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinar
https://timarit.is/publication/457

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.