Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Side 12

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1960, Side 12
66 SÍRA SIGTRYGGUR GUÐLAUGSSON N. Kv. kirkju að Núpi og skreytti hana með eigin liendi á listrænan hátt. Núpsskólinn. Eins og að líkum lætur, fór síra Sigtrygg- ur strax að kynna sér horfur í fræðslumálum í prestakalli sínu. Þar átti liann góðan sam- verkamann, þar sem Kristinn var bróðir hans. Kristinn hafði kennt börnum fyrstu ár sín í Mýrahreppi og verið þátttakandi og stundum stofnandi ýmiss konar félagsskapar meðal unga fólksins í sveitinni. Þar var söng- félag og búnaðarfélag, og öflugt bindindis- félag var þar starfandi. Nokkru áður en síra Sigtryggur kom að Núpi, voru miklar um- ræður um að stofna heimavistarbarnaskóla í sveitinni. Var byrjað að grafa fyrir hús- grunni, en þá strandaði málið vegna ósam- konrulags um staðarvalið. Það er saga, sem stöðugt endurtekur sig í skóla- og félags- Síra Sigtryggur Guðlaugsson liklega um eða yfir sextugl. málum. Ég var þá fyrir innan fermingu og hlakkaði til náms í skóla þessum og varð því fyrir bitrum vonbrigðum, þegar málið féll niður. En ég var ekki einn um það. Hinum eldri framfaramönnum mun hafa l'allið þetta þungt, ekki sízt Kristni á Núpi. Hann var því fús til liðveizlu við bróður sinn í þeim málum sem öðrum. Þeir voru eld- heitir hugsjónamenn báðir tveir, og reiðu- búnir að styðja hverja framfaraviðleitni í þjóðfélaginu. Síra Sigtryggur mun í fyrstu hafa hugsað sér, að sýslufélagið gæti átt ung- mennaskóla á sínum vegum, en komst brátt að því, að sú leið var ófær í bili, en mikil þörfin á ungmennafræðslu, enda þótt fræðslulögin væru þá í undirbúningi. Sumarið 1906 fór síra Sigtryggur utan á kristilegan stúdentafund Norðurlanda, sent haldinn var í Einnlandi. Á leiðinni kom hann við í Danmörku og komst þar í kynni við ýnrsa menn. Var honum alls staðar vel tekið, og var för þessi honum ánægjuleg og lærdómsrík. Þá um haustið mun hafa verið ákveðið að stofna ungmennaskólann að Núpi, því að um sumarið hafði verið byggt hús, sem rúmaði slíka starfsemi. Það var í daglegu tali kennt við góðtemplarastúkuna Gyðu nr. 120, sem síra Sigtryggur hafði stofnað lúnn 5. jan. 1906 í stofunni hjá Kristni á Núpi. Síra Sigtryggur segir svo um húsbygg- ingu þessa, að þegar fundur var haldinn um að stofna stúku, liafi strax komið í ljós aðal- hindrunin: húsnœðisleysi. Einn fundar- manna hafði þá sagt: „Ég legg til, að hús sé byggt og ekki óveglegt. Það má gera fleira með það en hafa stúkufundi þar.“ Enginn mótmælti, og lauk fundinum þannig, að 5 bændur gengu í ábyrgð fyrir byggingu nýs húss. Síra Sigtryggur segir svo orðrétt í bréfi til mín fyrir tveimur árum: „Næsta fundarákvörðun varð þannig, að Jón Kristjánsson, skipstjóri á Arnarnesi, bauð að leggja frani frá sér verð 2/5 hluta hússins gegn því, að efri hluti hússins væri um sinn eign hans og bústaður. Verð %

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.