Sumargjöf - 01.01.1908, Page 30

Sumargjöf - 01.01.1908, Page 30
26 Sumargjöf. lijá þeim út á Leiti í fyrrinótt, þó betur rættistúren áhorfðist. Svona er fjandans drykkjuskapurinn«. Eg spratt á fætur: »Hvernig var það? Var Gísli þar viðriðinn?« »Hann var það — en það var ekki hans skuld. .. . Gísli var við smíði úti á Leiti á föstudaginn og laugardaginn, hann ætlaði heim það kvöldið; rétt áður komu þeir þrír utan af Ósnum, Gunnar í Holti, Bjarni á Brekku og Jón á Seli, hann var hálf-fullur. Þeir Gunnar og Gísli eru góðir kunningjar og meðan þeir töfðu fór Gunnar að gefa honum vín, Jón var að raga um kaffi inn í hæ og Gísli sneiddi lijá honum, eins og ætíð þegar svo stendur á fyrir Jóni. Síðar hafði Gunnar Jón með sér niður til klyfjanna, þeir fóru að laga á hestonum og ætluðu að fara að láta npp, þá reið Gísli suður götuna rétt neðan við, Gunn- ar kallaði til hans og bað hann að láta upp með þeim, Gísli er aldrei vikastirður og kom strax til þeirra, vínið var farið að svifa á hann, en hann ber það oftast vel og verður þá skrafdrjúgt — þeir fóru að engu óðslega. Jón var að slangra þar og fór svo eftir venju að leita á Gísla, sem svaraði fáu og færðist undan; þess fastar sótti Jón á; félögum sín- um sagði hann að halda kjafti ef þeir vildu þagga niður í honum rostann. Loksins fór Gísli að fölna og svara sneiðyrðum: Jón hljóp í brígslyrði, þá þagn- aði Gísli um stund, snéri sér að Gunnari og sagði: »Kantu ekki erindið að tarna — ég man ekki fyrri partinn — »um sumarið dára seggi vann og setti skára á túnhalann«; það hefði átti við að raula það núna«. Um leið og hann slepti orðinu rauk Jón á hann: »Þetta skaltu fá borgað, helvítis hundurinn«, sagði

x

Sumargjöf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumargjöf
https://timarit.is/publication/547

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.