Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 12

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 12
12 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ tvö herbergi að einu. Yrði stærð og skipan herbegjanna þá svipuð og er á Hrafnistu í Hafnarfirði. Við horfum að vanda fram á veg- inn og höfum nú sent til borgaryfir- valda óskir um að fá að bæta við á lóð Hrafnistu í Reykjavík 60 rúma hjúkr- unarálmu. Einnig höfum við hug á að byggja á lóðinni hús fyrir dægradvöl er nýttist þeim öldruðum sem búa heima en vildu dvelja hjá okkur að deginum til við tómstundastörf, nýta sér sundlaugina og aðra þjónustu sem upp á er boðið. Dægradvöl er rekin á Hrafnistu í Hafnarfirði. Aðsóknin hefur verið mikil og vel verið af þess- ari þjónustu látið, en 40-60 manns hafa notið hennar að jafnaði allt árið. Sjáum við að þarna er þörfin fyrir hendi og höfum því verið að hugleiða að byggja sérstaklega fyrir dægra- dvöl við Hrafnistu í Reykjavík. Það hús mundi tengjast nýju álmunni og endurhæfingarmiðstöðinni hér á suð- austurhluta lóðarinnar.“ Hrafnista í Hafnarfirði — hillir undir framkvæmdir „Svo ég komi að Hrafnistu í Hafn- arfirði þá eigum við möguleika á að byggja þar 90 rúma hjúkrunarálmu, sem við teljum mjög ákjósanlegan kost, líkt og fyrirhugaða hjúkrunar- álmu við Hrafnistu í Reykjavík. Sá þjónustukjarni sem fyrir er gerir það að verkum að við getum byggt nokkru ódýrara en ef þessi hús væru byggð ein og sér, því það krefðist uppbygg- ingar á nýjum þjónustukjarna jafn- framt. Þarna getum við sparað þjóðfé- laginu umtalsvert fjármagn. Við höfum verið í sambandi við yf- irvöld bæjarmála í Hafnarfirði um framtíðaráform okkar varðandi bygg- ingar á áður úthlutaðri lóð sunnan við Hrafnistu í Hafnarfirði. Við höfum lengi þurft að bíða eftir svörum, en nú held ég að niðurstaða sé í nánd og að okkur verði senn kleift að fara að vinna að framtíðarskipulagi þessa svæðis. Það nær einnig til Garðabæj- ar, en Hrafnista stendur sem kunnugt er á mörkum þessara tveggja bæjarfé- laga. Því höfum við jafnframt rætt framtíðarsýn okkar við bæjarstjórann í Garðabæ. Við viljum koma þarna upp fbúðum sem nánast yrðu þjón- ustuíbúðakjarni fyrir þá aldraða sem hefðu hug á vera í námunda við þjón- ustuna sem við getum veitt á heimil- inu. Höfum við horft frarn til þess möguleika að þarna yrði um leiguí- búðir að ræða. Tel ég sem fyrr segir að þess verði ekki langt að bíða, og á vorfundi Sjómannadagsráðs var sam- þykkt að heimila stjórninni að undir- búa framkvæmdir.” Lögin um Sjómannadaginn voru heillaspor „Þótt Sjómannadagurinn væri fyrst haldinn hátíðlegur árið 1938, þá var það ekki fyrr en 1987 að hann varð lögskipaður frídagur. Er því ekki að neita að um tíma áður en lögin voru sett, sáum við að talsverð breyting var að verða á útihátíðarhöldum Sjó- mannadagsins og áhöld um til hvaða ráða skyldi grípa og hver þróunin yrði. Sjómenn voru farnir að tala um að dagurinn væri fyrst og fremst há- tíðisdagur landkrabba og að sjálfir kæmu þeir hvergi nærri honum. Þeim fannst þeir fjarri góðu gamni, enda stór hluti flotans á sjó. En með lögunum 1987 varð mikil breyting á til batnaðar. Tel ég lögin hafa verið heillspor og á þáverandi sjávarútvegsráðherra, Halldór As- grfmsson, þakkir skilið fyrir að hafa beitt sér fyrir þeiin. Sjómenn hafa líka sýnt það síðan með virkri þáttöku og góðri samstöðu að þeir telja nauðsyn- legt að halda daginn hátíðlegan, enda má ekki gleyma því að hlutverk Sjó- mannadagsins er fyrst og fremst að efla samhug meðal sjómanna og vinna að nánu samstarfi þeirra. Einnig að heiðra minningu þeirra sem látið hafa líf sitt á sjónum og kynna þjóð- inni hin áhættusömu og mikilvægu störf sjómanna í þágu þjóðfélagsins. Þetta á ekki síst við um Reykjavík, en þótt Reykjavík sé meðal stærstu út- gerðarbæjanna, þá er tilfinning borg- arbúa fyrir því hve sjómennskan er okkur nákomin með allt öðrum hætti nú en var. Þrátt fyrir að það eigi sér ljósar skýringar, þá er það nauðsyn- legra í Reykjavík en víða annars stað- ar að kynna almenningi störf sjó- mannastéttarinnar og minna á mikil- vægi hennar. Undirstaða velferðar okkar og sjálfstæðis er það sem úr hafinu kemur og það þarf að minna duglega á.“ Hvernig var unnt að vinna þessi stórvirki? „Svo komið sé að Sjómannadags- blaðinu þá er því ekki að leyna að sala þess hefur gengið nokkuð treglega. En samt höfum við barið hausnum við steininn og ákveðið að útgáfu þess skuli haldið áfram sögulegra for- sendna vegna. í blaðinu kemur fram mikill fróðleikur um fortíðina og nú- tíðina og á stundum koma menn fram á síðum þess sem spá í framtíðina. Hvað fortíðina snertir þá er varðveitt el'ni í Sjómannadagsblaðinu sem að fáum áratugum liðnum verður sagn- fræðilegar heimildir sem grípa má til. Því er útgáfa þessa biaðs mikils virði og boðskapur þess hlekkur í því að minna á mikilvægi sjómannsstarfsins. Þegar litið er yfir farinn veg er spurt hvernig sjómannasamtökunum var unnt að reisa Hrafnistuheimilin og vinna þau stórvirki sem hvarvetna má líta nú. Þvf er þá til að svara að þetta hefur í fyrsta lagi tekist vegna sam- takamáttar sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði, sem staðið hafa saman að þessu verki. Einnig því fjármagni sem aflað hefur verið með tilstyrk Happ- drættis DAS. Vil ég hvetja alla vel- unnara sjómannasamtakanna og þá ekki síst sjómenn sjálfa til þess að styðja vel við bakið á starfinu og þeim framkvæmdum sem í vændum eru með því að kaupa miða í Happdrætti DAS. Veitir vissulega ekki af, svo fjölskrúðug sem happdrættisflóran í landinu er orðin. Að endingu vil ég þakka öllum sem komið hafa nærri starfi sjó- mannasamtakanna, hvort sem þeir starfa eða störfuðu á Hrafnistuheimil- unum, barnaheimilinu sem við rákum í Grímsnesi á sínum tíma, hjá happ- drætti DAS eða við Laugarásbíó. Senn rennur 60. Sjómannadagur- inn upp. Eg er þess fullviss að hann muni bera því vitni að dagurinn sé enn að færast til vaxandi vegs og virð- ingar og sendi sjómönnum og fjöl- skyldum þeirra bestu hátíðarkveðjur.“ AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.