Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 96

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 96
96 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Blómsveig var varpað í sjóinn frá borði á Tý áirið 1995 til þess að minnast sœfarenda sem fórust á stríðsárunum. Við það tœkifœri varþessi mynd tekin af áhöfninni. Fremst fyrirmiðju sitjaþeir Höskuldur Skarphéðinsson skipherra og Þór Vignir. (Ljósm.: Guðmundur Valdimarsson bátsmaður). unum að díeselvélarnar koma og munu fyrstu díeseltogararnir hafa ver- ið Hallveig Fróðadóttir, Jón Þorláks- son, Þorkell Máni og Gylfi frá Pat- reksfirði. En þótt gufuvélarnar hefðu sitthvað til síns ágætis þá vildi ég samt ekki skipta á þeim og díeselvél- unum. Því veldur hve langtum hrein- legra og loftbetra er að umgangast díeselvélarnar og sjálfsagt líður lang- ur tími þar til þær verða leystar af hólmi.“ Kaflaskil — deilan um 50 mílurnar „Þegar ég fór af Þormóði goða urðu kaflaskil hjá mér. Ég var tekinn að þreytast á togaramennskunni og vildi breyta til. Spurðist ég fyrir um hvort pláss væri að hafa hjá Land- helgisgæslunni og var erindi mínu vel tekið þar. Var ég skráður á varðskipið Þór þann 15. janúar 1970. Þór hafði þá skemmst talsvert mikið í eldsvoða og var verið að koma honum í gagnið aftur um þær mundir. Á Þór var þá skipherra Helgi Hallvarðsson og nefni ég hann hér þar sem hann var fyrsti skipherrann sem ég sigldi með. Ég var svo á skipum Landhelgisgæsl- unnar einu á eftir öðru — Þór, Ægi, Óðni og Árvakri. Ég held að ég hafi siglt með öllum kapteinunum sem þá voru starfandi, þeim Helga Hallvarðs- syni, Guðmundi Kjærnested, Sigurði Þ. Árnasyni, Gunnari Ólafssyni, Þresti Sigtryggssyni, Bjarna Helga- syni, Ásgrími Ásgeirssyni og síðan yngri mönnum, eins og Ölal'i Val Sig- urðssyni, Höskuldi Skarphéðinssyni og Sigurði Steinari Ketilssyni. Minnisstæðasti tíminn á skipum Landhelgisgæslunnar var auðvitað sá tími þegar Þorskastríðin geisuðu, það er að segja deilan um 50 mílurnar og deilan um 200 mílurnar. Ég var á Þór þegar 50 mílna deilan hófst 1. sept- ember 1972 og við vorum stöðugt að klippa á vírana hjá bresku togurum og alltaf að lenda í árekstrum. Gömlu vélarnar í Þór höfðu verið gallagripir, en þarna var hann kominn með nýjar Mannheimvélar fyrir skömmu, af- bragðsgóðar vélar, sem settar höfðu verið í hann í Álaborg. Þór gekk nú ágætlega sem kom sér vel, því oft lá mikið við að geta forðað sér þegar sigla átti á okkur, en við vorum alltaf þar sem bardaginn var harðastur. í Álaborg hafði skipinu líka verið breytt og meðal annars sett á það þyrluskýli, sem oft laskaðist í hasarn- um á miðunum. Sérstaklega voru dráttarbátarnir sem Bretar sendu á miðin varhuga- verðir. Freigáturnar voru að vísu hraðskreiðar, en þær voru þungar og ekki jafn snarar í snúningum og drátt- arbátarnir, sem einkum var ætlað að laska okkur. Þeir höfðu ámóta gang- hraða og varðskipin þá og eltu okkur iðulega, en drógu okkur sem betur fer ekki uppi. Við vélstjórarnir á Þór gát- um stjórnað vélunum úr stjórnklefa sem var í dekkhæð. Stóð einn vél- stjóri við stjórntækin fyrir hvora vél og oft varð að bregða hart við þegar mikið gekk á. Ekki síst þegar við hugðumst klippa á víra og sigldum þá aftan við togarana sem reyndu að bakka til að bjarga vírunum. Stóð þá oft tæpt að þeir bökkuðu á okkur. Svo löskuðu freigáturnar okkur auðvitað líka stundum." Það var ævintýri að fylgjast með smíði vélanna „Annars er tekið að fyrnast yfír margt það sem gerðist í deilunni um 50 mflurnar og einhvern veginn man ég betur eftir 200 mílna slagnum, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.