Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 62

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 62
62 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ fengi til þess að sækja sjó við ísland. Það hefur ekki breyst og síst dettur mér í hug að ungu sjómennirnir núna séu einhverjir eftirbátar okkar eldri mannanna. Við eigum bráðduglega og hæfa menn á öllum aldri — og þá ekki síst skipstjóra. Ef ég á að svara hvaða eiginleikum góður skipstjóri þarf að vera gæddur þá er það fyrst og fremst að láta ekki hjá líða að hugsa áður en nokkuð er gert. Ég minnist þess að skipstjóri sem ég var með í fiskveiðaeftirlitinu, Markús Guðmundsson, kallaði þetta að „stoppa og lóða.“ Mér fannst það vel að orði komist og það á við enn. Finnist mér eitthvað hafa breyst til verri vegar í sjávarútvegsmálum, þá er það kvótakerfið. Ég vil koma hér að þeirri sannfæringu minni að ef á að selja kvóta, þá hlýtur það að vera rík- ið sem á að gera það, en ekki einstak- lingar. Um þetta mætti vitanlega hafa mikið fleiri orð, en ég læt þetta þó nægja. Ekki get ég sagt að ég sé sérstakur trúmaður en á þó mína barnatrú og Ifklega er ég forlagatrúar á sinn hátt eins og flestir sjómenn eru. Lítið hef- ur kveðið að því að mig hafi dreymt fyrir veðrum eða fiski, en þó með einni undantekningu: Fyrir erfiðum túrum dreymdi mig að ég væri að fiska á grunnsævi og væru túrarnir mjög erfiðir, þá var ég að fiska uppi á landi. Annað hef ég ekki af draumum að segja. En margar sögur ganga af miklum draumamönnum í skipstjóra- stétt og þar á meðal af Bjarna Ingi- marssyni, sem eins og allir vita var eftirlætisskipstjóri Tryggva Ofeigs- sonar. Einu sinni spurði ég hann að þessu og mér er svarið minnisstætt. Bjarni sagði að sig hefði aldrei dreymt neitt — „nema hvað einu sinni dreymdi mig hann Tryggva. Ég var þá að fiska á Halanum. Og mikið varð ég feginn þegar ég missti trollið í Menj- unni um hádegisbilið. Það var þá ekki fyrir meiru.“ „Hjá honum kom ekkert fyrir“ „Ég fylgist nú aðeins með því sem í sjávarútveginum gerist úr fjarlægð. Ahugamál mín eru ekki mörg. Ég átti mér litla bátskel, sem ég geymdi í bíl- skúrnum hjá mér, og reri stundum til fiskjar hér út fyrir Seltjarnarnesþar- ann. En í fyrra seldi ég hana, gafst upp á vélinni í henni, og fer nú þess í stað af og til með bróður mínum Gísla á sumrin, því hann á bát. Við fiskum á stöng og það hefur verið grjótnógur fiskur. Það er ekki að undra þótt bændunum á Seltjarnarnesi hafi búnast vel í aldanna rás, því ekki þarf langt að róa. Ég les mikið og þá einkum ævisög- ur og sitthvað sagnfræðilegs eðlis. Skáldsögur les ég þó ekki lengur nema eftir sérstaka höfunda og mér er sama þótt ég láti þess getið að þar er Halldór Laxness efstur á blaði hjá mér. Ég minnist greinar sem hann skrifaði síðast á stríðsárunum og rifj- uð var upp nýlega á prenti. Tilefni greinarinnar var hleðslan á skipunum og hvernig þau voru að farast eitt af öðru vegna vitlausrar hleðslu. Þessi grein var svo góð, eins og höfundar- ins var von og vísa, að ég fæ ekki gleymt henni. Þetta var slíkur sann- leikur. Menn voru búnir með kolin úr boxunum en hlóðu upp lýsistunnum á dekkinu og allt upp á bátadekk. Og víst getur Laxness verið skemmtilega kaldhæðinn: Hann rifj- aði upp sögu af frænda sínum, göml- um skipstjóra á Akranesi sem hann eitt sinn fann að máli í afmælisveislu. Hafði skáldið við orð að margt hlyti að hafa komið fyrir hann á löngum sjómannsferli. Gamli maðurinn kvaðst ekki hafa frá neinu að segja, því hann hefði verið svo heppinn um dagana að aldrei hefði maður fengið svo mikið sem handarmein um borð hjá sér. Hins vegar hefði sig hent það lán að bjarga fjórum eða fimm mönn- um af kili á báti sem fórst þarna ein- hvers staðar utan við Skagann. En auðvitað var það sá á bátnum sem fórst sem hlaut orðu og ýmsa viður- kenningu — en ekki hinn. Hjá honum kom nefnilega aldrei neitt fyrir. Mér finnst merkilegt að þessi grein skuli hafa verið skrifuð af höfundi sem lít- ið þekkti til sjómennsku...“ Með þessum orðum ljúkum við spjalli okkar við Gunnar Auðunsson, þökkum hlýlegar móttökur og óskum þeim hjónum alls hins besta. Gunnar er sem fyrr segir kvæntur Gróu Eyj- ólfsdóttur. Þau giftu sig árið 1949 og fagna því gullbrúðkaupi sínu á næsta ári. Börn þeirra eru Sigríður Rósa röntgentæknir, fædd 1953, búsett í Noregi og Pétur Guðjón kerfisfræð- ingur, fæddur 1956, búsettur í Dan- mörku. AM f/Æ/Z///?/ Ö-Æ///?y <^?//?/Z////Z///?/ ///V?/Æ///'//)////' Z/ / /?////// Vélskóli íslands Sjómannaskólanum við Háteigsveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.