Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 138

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 138
rumska og snúa til höfði undan heit- um strokum er fóru um andlit mitt og lágu eymdarlegu ýlfri. Þarna var kominn hundur, er rak trýnið framaní mig og sleikti mig ákaft. Svo heyrði ég kallað á hundinn, er lét sem ekkert væri. Aftur var kallað og þá spratt af vörum mér hróp. Það var ekki fyrr dáið út en yfir mér stóð maður er spurði, hvern fjandann ég væri að gera þarna. Og nú gerðist það, sem kannske er örðugast að trúa í tengsl- um við þetta slys. Ég svaraði honum skýrri eðlilegri röddu eins og ekkert væri að mér, að ég væri slasaður. Hann hnusaði við og taldi þetta leik- araskap af mér, því hann þekkti ntig og vissi að ég var ekki vanur að fara troðnar slóðir. En þegar ég hinn róleg- asti sagði honum að ég væri fótbrot- inn og kannske með skemmdan hrygg og hefði legið þarna alla nóttina, þá heyrði ég hann segja: Guð hjálpi mér, og jafnskjótt var hann horfinn og hundurinn með honum. Þótt ég væri vaknaður, þá svam samt í mér óvissa um hvort þetta hefði verið raunveruleiki og að ég yrði sótt- ur, og með þá hugsun lá ég án frekari heilabrota, þar til ég heyrði í bílflautu og smáskruðning. Litlu síðar birtust fjórir menn, er hrifu mig uppúr elds- tónni. Það voru lítið svipglaðir menn, er undu hvítu laki um fótinn á mér, lögðu mig svo á sjúkrabörur og uppá bíl. Mér var komið fyrir inní stofu hjá eldri konu í Þórkötlustaðahverfi, þar drakk ég kaffi og reykti sígarettu, eins og ekkert væri að mér, þar til læknir úr Keflavík kom og sprautaði í mig það nægu morfíni, að ég vissi ekkert af mér fyrr en ég lá í rúmi á Landspít- ala hálfur í gifsi. Sárið á fætinum hafðist illa við. Það hljóp í það of- holdgun, svo rífa varð það tvisvar upp, áður en sárið lokaðist. Ristin hafði höggvist sundur að þremur fímmtu, en sá partur tæst í sundur, þegar ég reif fótinn undan veggnum. Mjóhryggurinn nánast eins og boga- vægt S í laginu og er það enn þegar þetta er ritað.“ * I biðsalnum „Tveimur smáatriðum sem gerðust á spítalanum, vil ég bæta við. Ég var í stofu með fimm sjúklingum, einn þeirra var lautinant í Hjálpræðishern- um, ljúfur maður og viðræðugóður. Klukkan fímm einn morgun reis hann upp í rúmi sínu, furðu lostinn og seg- ist ekkert skilja í því að sér hafi ekk- ert batnað þótt þúsundir fólks hafi beðið fyrir sér frá því hann veiktist. A sama augnabliki staðfesti hann með sjálfum sér að allar bænirnar höfðu verið til einskis. Að þessum töluðum orðum lagðist hann útaf og dó. Dag einn var komið með á stofuna Bjarna Finnbogason frá Búðum á Snæfellsnesi. Hann var mikill sóma- maður og þekktur landabruggari. Oft var deyfð yfir mönnum á stofunni, og nú til þess að hressa uppá mannskap- inn, þá reis upp þessi maður, er kom- inn var til málamynda rannsóknar, helsjúkur af krabbameini, og tók að segja brandara og síðan litríkar sögur af viðureign sinni og annarra við Björn Blöndal, er frægur var fyrir að þefa uppi bruggara. Þessum frásögn- um hætti hann ekki fyrr en glaðlegur svipur sást á hverju andliti. Viku seinna var hann fluttur á Sólvang í Hafnarfirði. Þegar ég var talinn úr hættu, var ekið með mig á Sólvang. Yfirlæknir þar var Olafur Olafsson, drengur góð- ur, bókasafnari mikill og hafði verið læknir í Stykkishólmi árum saman. Einn daginn bað hann mig að fara til Bjarna, er lá í næstu stofu, og sitja hjá honum, því hann væri kominn á síð- asta snúning. Og ég þangað. Hann var þá orðinn rænulítill og rétt skildist hvað hann sagði. Við smálagfæringu á sæng hans fann ég að allur líkami hans var orðinn helkaldur, og svo illa gekk honum að gera sig skiljanlegan, að við hverja setningu varð hann að slæma fingrum að tungu sér svo mað- ur greindi hvað hann sagði. Eitthvað lá honum þungt á hjarta og eftir mik- ið basl tókst mér að greina þá bón hans að ég skrifaði til bróður hans, er þá var einn af verktökunum á Kefla- víkurflugvelli, að hann sæi um að kona sín færi ekki á vonarvöl, hvað ég gerði og kom til skila. Sat síðan hjá honum þar til hann andaðist nokkru síðar. Aldrei heyrði ég æðruorð af vörum þessa manns, aldrei vott af sjálfsmeð- aumkun. Þegar hann fann helfróna slæmast um sig nöprum þunga, þá hóf þessi maður þann tvíþætta leik að létta á sjálfum sér með snjöllum og frjóríkum sögum, er hófu alla nær- stadda úr rúmum sínum. Og um and- lit dauðans flögraði bros úr glotti hans. Hversu oft hafa menn hrærst til meðvitundar um píslir mannsins eins og þær rista dýpst í kæfðu neyðar- ópi?“ Fasteigna- og skipasala Bæjarhrauni 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.