Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 60

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 60
60 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ sigldum með aflann til Bretlands. Ekki lenti ég í neinu eftirminnilegu sem ég get kallað í þeim siglingum, slapp alveg við það. Mér fannst þetta venjast. Fyrst var maður skíthræddur en hætti að leiða hugann að hættunum þegar frá leið. En vissulega var alltaf sofið í öllum fötum. Eftir að árásin var gerð á Reykjaborgina fengum við vélbyssu og riffil um borð í skipin, því Bretarnir sáu að ekki var hægt að láta salla menn niður algjörlega varn- arlausa. Ég held að það sé líka rétt hjá mér að eftir að við fengum byssurnar hafi kafbátur ekki gert árás á íslensk- an togara. Hins vegar varð Vörður fyrir árás þýskrar flugvélar eftir þetta og fórst þar einn maður. Stðari part stríðsins sigldu togararnir jafnan tveir og tveir saman. Þá var farið að sigla einkum á Grimsby og Hull, en áður hafði fyrst og fremst verið siglt til Fleetwood. Litla tilbreytingu var að hafa í bresku höfnunum sem von var. Það var þá helst bjórinn og svo fjölleika- hús sem gengu undir samheitinu „Pallas.“ Þau var að finna bæði í Grimsby og Hull og eins á vestur- ströndinni, svo sem í Blackpool rétt hjá Fleetwood. Og alltaf var hægt að versla ýmislegt sem kom sér vel heima, einkum fatnað. En matvælaúr- valið var lítilfjörlegt. Síðast í stríðinu, eða í ársbyrjun 1945, réði ég mig sem stýrimann á um hundrað tonna bát, Kristján frá Akureyri. Við fiskuðum í hann við Vestmannaeyjar og sigldum þaðan tvo túra til Fleetwood. A þessum báti var ég ekki nema í tvo eða þrjá mán- uði, því þá réði ég mig háseta á Skut- ul. Mikið og margt er búið að rita um siglingar íslenskra skipa á stríðsárun- um og sú saga finnst mér að sé stétt okkar sjómanna til sóma. Því mislík- aði mér þegar mér barst bók í hendur um síðustu jól þar sent segja má að því sé haldið fram að við íslendingar hefðum aldrei átt að sigla yfir hafið, því þýsku kaibátaforingjarnir hefðu verið í sínum fulla rétti að skjóta skip- in niður. Þetta eru ummæli sem mér þóknast ekki vel. Og hvernig ætti sagnfræðingur að geta lagt mat á við- horfin á þessum tímum fimmtíu árum síðar?“ “Mérfinnst það mikill missir að eng- inn gömlu togaranna skuli hafa verið varðveittur.” (Ljósm.: Sjómdbl. AM) Út að sækja Ingólf Arnarson „En nú hófst ferill minn sem yl'ir- manns á togurum, því árið 1947 fór ég til Hull í Englandi að sækja fyrsta nýsköpunartogarann okkar, Ingólf Arnarson, sem smíðaður var í Selby, en smíðinni var lokið í Hull. Þar hafði ég verið ráðinn annar stýrimaður og var náttúrulega upp með mér af því, enda sögðu skipasmiðirnir að þetta væri glæsilegasti togari sem þeir hefðu tekið þátt í að byggja. Og tvo fyrstu túrana mína sem skipstjóri fór ég á Ingólfi Arnarsyni 1948, en þá sigldum við til Þýskalands. Með nýsköpunartogurunum urðu mikil þáttaskil, en mikil og merk var líka sú saga sem lauk þegar gömlu togararnir hurfu einn af öðrunt. Mér finnst mikill missir að því að enginn þeirra skuli hafa verið varðveittur sem safngripur. Togaraútgerðin gjörbreytti íslensku samfélagi, því þá fyrst fór að örla á peningum til þess að gera eitt- hvað. En mér finnst að í þessu efni sé látið eins og ekkert liafi gerst. Aftur á móti má ekki rífa nokkurn bölvaðan húskofa án þess að allt verði vitlaust. Eini maðurinn sem ég veit til að hafi hafst eitthvað að í þessu efni er Jón Magnússon á Patreksfirði sem setti hið gamla skip sitt, Garðar, upp í fjöru á Patreksfirði. En ég held að hann sé að gefast upp á að halda honum við. Hann hefur engan styrk hlotið og er þó um merkismál að ræða. Þetta er gamall, norskur hvalfangari og lfk- lega um aldargamall." Á Kaldbak og Geir „Svo var það á miðju ári 1949 að ég tek við togara sem fastur skipstjóri, en skipið var Goðanesið frá Neskaup- stað. Með það skip var ég í hálft ann- að ár. Ég á fremur óskemmtilega minningu frá upphafi skipstjóratíðar minnar á Goðanesinu. Ég held að við höfum verið nýkomnir í land úr fyrsta túrnum þegar íbúðarhúsið í Skugga- hlíð í Norðfirði brann og fórust fjórir eða fimm í eldinum, en aðrir brennd- ust illa. Með þetta fólk urðum við nú að fara til Seyðisfjarðar, því enginn spítali var á Norðfirði. Þetta bar til að morgni dags og við vorum að gera skipið klárt í siglingu til Þýskalands, þegar komið var með sjúklingana og þeim komið fyrir á dekkinu. Læknir- inn á Norðfirði kom með okkur. Að vísu var logn og blíða, en á leiðinni gerði svartaþoku og er þessi ferð með því verra sem ég hef komist í á mín- um ferli, en enginn radar var um borð. Mikið reið á að siglingin tæki sem skemmstan tíma og ég er þakklátur fyrir að hún tókst farsællega. Um áramótin 1950-1951 gerðistég skipstjóri á Kaldbak frá Akureyri, og með hann var ég í fimm og hálft ár. Þar líkaði mér ágætlega og ég fiskaði heldur vel. Við hjónin eigum mjög góðar minningar um Akureyri og Ak- ureyringa. Á Kaldbak henti mig eina ólánið sem ég tel mig hafa orðið fyrir sem skipstjóri, en í blíðskaparveðri 1954, ef ég man rétt, missti ég dreng fyrir borð. Aldrei varð uppvíst hvernig það atvikaðist. 1956 kom ég á ný til Reykjavíkur og tek þá við togaranum Geir, sem var í eigu þeirra aðila er stóðu að rekstri Kletts, en gerðu þeir út ein ijögur skip um þær mundir. Ég var lengi á Geir eða í sjö ár, hætti með hann 1963. Jú, ég var einn þeirra sem lentu í Ný- fundnalandsveðrinu íjanúar 1959. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.