Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 35

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 35
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 35 anna er bæði óhentugt og ófullnægj- andi með tiliiti til framtíðarþarfa þess- ara menntastofnana. Sjómannaskólinn er að áliti Holl- vinasamtakanna ein veglegasta skóla- bygging landsins. Húsið var á sínum tíma atbent sjómannastéttinni, og í hugum landsmanna er Sjómannaskól- inn menntasetur og sameiningartákn þeirra starfsstétta sem þangað sækja starfsmenntun sína. Það má undir engum kringumstæð- um gerast að Sjómannaskólanum verði ráðstafað til annarar starfsemi en þar fer nú fram, nema um það ríki full sátt allra sem hlut eiga að máli. Fundurinn tekur undir eftirfarandi efnisatriði í sameiginlegri samþykkt skólanefnda Stýrimannaskólans og Vélskóla íslands frá 29. október sl.: „að Sjómannaskólinn henti þeirri starfsemi sem þar fer fram og nýting hússins sé eðlileg.“ „að sú hugmynd að flytja starfsemi skólanna í húsnæði við Höfðabakka bæti hvorki núverandi húsnæðisað- stöðu skólanna né fullnægi framtíðar- þörfum þeirra.“ „að endurskoðun á húsnæðisað- stöðu skólanna verði að eiga sér stað út frá forsendum og hagsmunum skól- anna og með ítarlegri undirbúnings- vinnu vegna þeirrar endurskoðunar á húsnæðisaðstöðu skólanna sem um er rætt í samþykkt skólanefndanna.“ Hollvinasamtök Sjómannaskólans lýsa sig reiðubúin að taka þátt í undir- búningsvinnu vegna þeirrar endur- skoðunar á húsnæðisaðstöðu skól- anna sem um er rætt í samþykkt skólanefndanna. Jafnframt eru samtökin reiðubúin að taka þátt í umfjöllun um þær breyt- ingar á námi skipstjórnarmanna og vélstjóra sem miða að því að búa þessar starfsstéttir betur undir við- fangsefni í tæknisamfélagi á nýrri öld. Brýnasta verkefnið varðandi hús- næði Sjómannaskólans er að áliti Hollvinasamtakanna að ráðast í við- gerðir á húsinu og forða því frá frek- ari skemmdum.“ Valinn maður í hverju rúmi Þeir skólameistararnir Björgvin Þór Jóhannson og Guðjón Armann Eyjólfsson ávörpuðu nú viðstadda og þar með var komið að lokum fundar- ins. Fundarstjóri þakkaði ræðumönnum málefnalega umræðu og sagði að end- ingu: „Ágætu hollvinir. Nú líður að lok- um þessa fundar. Ég vil þakka fundar- mönnum fyrir tillitssemi við fundar- stjórn mína hér í kvöld. Nú tekur stjórn samtakanna við og leiðir starf Hollvina, þar er valinn maður í hverju rúmi. Vænti ég þess að fjölþætt og víðtæk reynsla þeirra við stjórnunar- störf nýtist vel í þeirra nýja, vanda- sama starfi. Svo segir í Hávamálum: „Sá einn veit, er víða ratar og hefurfjöld offarið, hverjum geði stýrir guma sá er vitandi vits. “ Sú reynsla dugar vonandi til þess að sú sókn sem nú þarf til að koma, fleyti málefnum Sjómannaskólans og menntun sjómannastéttarinnar á þann stað sem nauðsynlegur er.“ Enginn hafði kvatt sér hljóðs og þakkaði Kristján fundarmönnum fundarsókn- ina, enn og aftur. Nú sté nýkjörinn formaður samtak- anna Sigurður Hallgrímsson í ræðu- stól og þakkaði það traust sem sér væri sýnt með því að hljóta kosningu til starfa fyrir þessi samtök sem hann sagðist vonast eftir að geta orðið að liði. Hann fór nokkrum orðum um til- lögu Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra og lét að því liggja að svo gæti farið eftir allt saman að hún gæti orðið til góðs og til framdráttar. Þakkaði Sigurður undirbúningsnefnd- inni vel unnið starf og lýsti að lokum þeirri skoðun sinni hve ómöguleg eða óframkvæmanleg sú hugmynd væri að ætla að flytja skólann. „Við mót- mælum allir,” sagði Sigurður og sleit fundi klukkan 22.05. Sendum öllum íslenskum sjómönnum dnuuhróslur á íiátíáisdegi fjeirra s Siglingastofnun Islands Vesturvör 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.