Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Page 50

Eimreiðin - 01.01.1950, Page 50
eimreiðin 38 „VALA, VALA SPÁKONA“ hvítri bómull utan af sauðarvölunni, lagði völuua á höfuð sér með sálrænum viðbjóði og mælti formálalaust, snöggt og ásak- andi: „Þú hefur logið að mér“. Svo setti hún harkalegan lmykk á hausinn. Valan þaut eins og píla út í tómið, hlunkaðist á gólfið. Og spákonan lét ekki málið á sig ganga, var staffírug og sjálfri sér samkvæm, sagði afdrátt- arlaust: Nei. Það kom hik á spyrjandann, er glennti upp augnabjórana með samblandi af blossandi reiði og botnlausri undrun. Og ennþa var leitað véfrétta: „Segir þú satt?“ „Já“, sagði spákonan. En nú var langlundargeð liúsmóðurinnar á Hóli gersamlega þrotið. Hún sparkaði fautalega í völusneypuna, lirakti hana með ókristilegu orðbragði út í yztu myrkur útskúfunar og fyrirlitn- ingar. 1 sama bili kvað við liófasláttur í tröðunum, og hundarnir geyjuðu ákaflega á hlaðinu. Hallur litli varð fyrstur til dyranna. Komumaður velti sér af baki, reikaði dálítið í spori, kalsaði til drengsins og spurði eftir húsfrevju, tyllti reiðskjótanum við hestasteininn og gekk óboð- inn til stofu. Hallur litli horfði á liverja hreyfingu gestsins með lotningarfullri aðdáun. Það marraði í glansandi leðurstígvélun- um og sprúttilmurinn angaði ævintýralega æsandi. Þetta var föngulegur maðttr, verzlunarstjóri við stærstu verzl- unina úti á eyrinni, kominn til lögaldurs fyrir rúmum tveimur áratugum, en hafði þó ekki fest ráð sitt. Og nú stóð liann allt í einu á miðju stofugólfinu á Hóli, liixt- andi, en djarfmannlegur, eins og hann ætti allan heiminn, horf- andi svörtum, leiftrandi augum á liúsmóðurina. Þegar þau liöfðu heilsazt með langdregnu handabandi, vísaði hún honum til sætis og bauð kaffisopa. Hann tvísté frammi fyrir henni, neri saman holdugum, fann- hvítum lummunum og tók til máls, bunandi mælskur, en tafsandi með skrykkjóttum áherzlum: „1 þetta skipti ætla ég ekki að drekka lijá vður kaffi. Senni- lega eigið þér þó eftir að bera mér kaffi, ef til vill berið þér

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.