Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Page 62

Eimreiðin - 01.01.1950, Page 62
50 ALLT ER, ÞÁ ÞRENNT ER eimreiðin Beggja megin var standberg í sjó niður og þrítugt dýpi. Lá skipi^ á þurru landi aftur að framsiglu, því að fjaran var nærri slétt og smágrýtt. Hafði stefni skipsins runnið upp á litla liellu i fjöruborðinu, og síðan skoprað af henni fram í fjöruna og lagzt á bakborða. Allt virtist heilt, en halli var óþægilega mikill. Ég mætti Jörundi gamla á þilfari. Það liafði runnið af honum í einu vetfangi. Hann var stilltur vel, en óvenju bleikur í brúnu andlitinu. Engin hætta á ferðum, svaraði hann spurningu minni. Með það fór ég ofan til kvennanna og tókst að friða þær. En rett á eftir kom upp vatn meðfram bakborðslilið í salnum. Nú ærð- ust konurnar á ný og trylltust. „Við erum að sökkva! Við erum að sökkva!“ hljóðuðu þær. Og í annað sinn urðum við að loka þær inni, meðan ég fór upp og náði í Jörund gamla. ,,Þetta er bara vatn frá vélinni“, sagði liann og brá annarri lúkunni ofan í pollinn og bragðaði á því. „Fjandinn sjálfur, þetta er þá salt!“ tautaði liann og spýtti. Nú liéldu konunum engin bönd. Þær ruddust upp og heimtuðu, að við hjálpuðum þeim i land. Skipstjóri sagði þær skyldu lieldur bíða, hann myndi na út skipinu á flóðinu, og nú var nærri liálfflætt. Og þarna væri svo aðdjúpt. En ekkert stoðaði. Vegurinn lægi liérna rétt fyrir ofan, og konurnar sögðust miklu heldur vilja ganga inn eftir, — en það var nú að minnsta kosti full þriggja stunda ganga fyrir þær með börnin. Er þær voru farnar, gengum við farþegar allir í að lijálpa skip" verjum til að flytja aftur á þiljur allan þunga úr fremri liluta skipsins. Varp-akkeri var lagt út, og með sameinuðum átökum vélar og vindu rann skipið út á háflæðinu. Leki reyndist enginn. Vatnið, sem upp kom í salnum, stafaði frá vélageyminum og hafði tekið til sín seltu af skipssúðinni á leiðinni. Þegar við komum inn að bryggju í fjarðarbotni nokkru eftir miðnætti, voru konurnar enn ekki komnar. En þangað áttu þær allar að fara. Við félagar tíndum saman dót þeirra og bárimi á land. Veðurblíðan hélzt hin sama. Ferðinni var síðan haldið áfram. En „drjúgur gerðist síðasti áfanginn“! Svo var það árið eftir á gamlárskvöld. Ég var enn á suður- leið. -—- Svona var það þá að eiga unga unnustu í seli. — Ég

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.