Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1950, Page 92

Eimreiðin - 01.01.1950, Page 92
80 RITSJÁ EIMREIÐIN Benedikt vekur athygli á því, aó eftir hinn liörmulega atburd á Grund 8. júlí 1362, vilja ættmenn Grundar- Helgu ekki eiga Grund. Jón Hákon- arson selur þann helming í Grund, er liann átti, 1398. Björn Jórsalafari lógar sinni erfð í Grund eftir Helgu inóðúr sína. Óheillaorð lagðist á þetta höfðingjasetur eftir ódáðaverkið 1362. Þau erindi úr kvæði Snjólfs uni Grundarbardaga, sem Magnús Þór- hallsson tekur upp í Flateyjarannál, er samtíina skjal, sem ekki má virða að vettugi. Snjólfur lofar lireystilega vörn Smiðs, en „Jón skráveifa skreyddist hljótt kamarsaugað út“ segir Snjólfur, og var liöggvinn á þeirri „ljótu leið“. Skráveifa dó eins og hann lifði, með ósóma. Ormur lögmaður Snorrason fór að „þylja bænavers í kirkju“ og fékk kirkju- grið. Snjólfi þykir þeim sæmra að herjast með Smið. Snjólfur virðist vera sjónarv ottur, livort sem hann var heimilisprestur eða niunkur í Munka- þverárklaustri, sem er tilgáta Bene- dikts. Mannfallið er nærri jafnt hjá háðum, 14 alls, 8 af Siniðsinönnum, 6 af Eyfirðingum. Sýnir það að vörn Smiðs og þeirra manna lians, er náðu í vopn sín, óklæddra eða liálfklæddra, hefur verið með ágætum. „Lokið var öllum vígunum eptir dagmál“ (Flat- eyjaranriáll). Morðingjarnir hlökkuðu til að geta myrt þá Smið í rúmunum í svefni, en þeir vöknuðu, er Eyfirðingar hrut- ust inn í bæinn. Á 15. og 16. öld urðu eyfirzku inorðingjarnir, sem tóku hús á sof- andi mönnuni, smám saman þjóðlietj- ur, er voru að taka af lífi norskan hirðstjóra fyrir ofheldisverk, sem þeir héldu liann ætlaði að gera. Er hægt að sjá hvernig sögusagnir og rangfærslur takast í hendur á næstu öldum og færast í „dramatískan húning. Jón Trausti ritaði liina ágætu skáld- sögu sína, Veizlan á Grund, eftir sögusögninni eins og hún var orðm á lians tíma. Montaigne sagði: Lygin er niarg- höfðuð, en sannleikurinn liefur að- eins eitt höfuð. Samt verður sann* leikurinn að lokum þyngri á metun- um. Magna est veritas et prevalebit. Jón Stefánsson. ÖNNUR RIT, SEND EIMREIÐINNU Ólafur Lárusson: KAFLAR KRÖFURÉTTI, Rvík 1948 (Hlað- búð). SigurSur Helgason: EYRARVATNS ANNA. Skáldsaga, fyrri hluti. Rvík 1949 (ísafold). GuSrún frá Lundi: DALALÍF , Rvík 1949 (ísafold). Pórir Bergsson: HVÍTSANDAR, Rvík 1949 (Bókfellsútg.). Leo Tolstoy: KREUTZER-SÓNAT- AN. Seyðisf. 1949 (Prentsm. Aust- urlands). ÚRVALSSÖGUR MENNING.4R■ SJÓÐS, Rvík 1949 (Menningar- sjóður). ALDREI GLEYMIST AUSTURLAND — Austfirzk ljóð eftir 73 höfuuda, Akureyri 1949 (Norðri). Gunnar Dal: VERA (ljóð), Rvík 1949 (Suðri). ÁRBÖK HINS ÍSLENZKA FORN- LEIFAFÉLAGS 1943^8, Rvík 1949. LANDSBANKI ÍSLANDS 1948, Rvík 1949. Suznra þessara bóka verður nánar getið í næsta liefti.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.