Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 16
186 Tímarit lögfræSinga þar með breytzt. Mat á manngildi hefur ekki tekið breyt- ingum þar fyrir. Þó að sagnir Islendingasagna um ákvörð- un manngjalda eftir staka vienn séu, að minnsta kosti oft, að engu hafandi, þá geta almenn ummæli í sögunum um manngjöld verið órækur vottur um vitund söguhöfundar varðandi venjulega manngjaldahæð um hans daga, á 13. öld. Njáll og Gunnar eru t. d. látnir gera „hundrað silfurs“ í manngjöld eftir menn sína, sem konur þeirra höfðu látið vega,1 *) enda gerir höfundur ráð fyrir því, að þetta séu venjuleg manngjöld eftir frjálsan mann. Guðmundur ríki er látinn gera „hundrað silfurs“ á hendur andstæðingi sín- um einum og láta um leið svo um mælt, að hann viti, að það séu „stinn manngjöld“.-) Aðrar sagnir um hundrað silfurs í manngjöld hníga í sömu átt.3) Er ekki um það að villast, að sagnamönnum þessum er það fullkunnugt, að venjuleg manngjöld hafi í þá daga verið „hundrað silfurs“. En hvað merkir þá „hundraS silfurs“? Hundro.S merkir jafnan 120 álnir vaðmála (lögaura) í fornritum vorum, nema orðið sýni annað eða annað megi af sambandinu ráða, eins og t. d. í Grágás I b 247 efst, sbr. 246 neðst, þar sem „hundrað" merkir auðsjáanlega hundrað þriggja álna aura á bls. 247. Dr. V. G. fullyrðir og telur sig sanna það i téðri ritgerð, að ,,hundrað“, er það stendur án nokkurrar skýringar eða viðvótar (abstrakt), merki allt af aura, en ekki álnir. Ef þessi niðurstaða hans væri rétt, þá mundu allar greiðslur sexfaldast eða þrefaldast, eftir því hvort átt væri við hundruð sex álna eða þriggja álna aura, sem orðið var nokkuð títt um og eftir 1200, en virðist svo hafa alveg af lagzt. Þessi niðurstaða dr. V. G. fær því með engu móti staðizt. „Hundraö silfurs“ gæti hugsanlega lotið að tvennu: Gjaldhætti (gjaldeyri) eða gjaldhæá (hversu mikið silfur eða jafngildi þess í lögaurum skyldi gjalda). Og vcrður því að athuga báða þessa möguleika. i) Njálssaga 38. og 39. kap. -) Ljósvctningasaga 17. kap. 3) T. d. Valla-Ljóts saga 1. kap. og Rcykdælas. 25. kap.

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.