Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Page 32

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Page 32
202 Tímarit lögfræBinga gjöld eftir þá lækkað stórlega eða stundum jafnvel engin verið gerð eða dæmd. Jafnvel vont ,,rykti“ vegins manns varð til lækkunar manngjalda eftir hann, ef það þótti sannað, eftir því sem virðist mega ráða af dómi einum frá 1537.Eru þar dæmd 20 hundruð samtals í manngjöld og þegngildi, 16)4 hundraðs í manngjöld og 3%, hundraðs í þegngildi. Þessi hugsun lýsir sér og í einni greininni um rétt manna,1 2) þar sem segir, að þeir skuli taka hálfa þriðju mörk í rétt sinn, sem að „engum óknyttum" eru kenndir, og meginreglan í alþingisdóminum frá 1586,3) þar sem berum orðum segir, að vegandi skuli svara erfingjum ins vegna fullum bótum, „eftir því sem sá var maáur til, er veginn var“, leiðir eins til lækkunar bóta og til hækkunar. Það skipti máli um ákvörðun manngjalda, hvort víg var vegið af ásetningi, gáleysi eða það varð af hreinni tilviljun. Af ákvæðum Grágásar, sem enga almenna reglu hafa um þetta, sýnist mega álykta, að lögmætar athafnir, sem leiða af sér líftjón, hafi verið refsilausar, og því eigi heldur haft í för með sér bótaskyldu til frænda ins látna, ef þær voru unnar á viðunandi hátt. En vafi mátti verða um þetta og um vilja aðilja, og virðast málalok þá hafa verið undir því komin, hvort kviður bar af honum eða á. Ef kviður bar á hann, þá hefur hann orðið sekur um manndráp og hefur orðið að gjalda niðgjöld og síðar manngjöld. Ef mað- ur olli dauða annars manns fyrir gáleysi sitt, varð hann al- mennt að bera ábyrgð á því,4) en um greiðslu niðgjalda eða manngjalda segir ekkert, en manngjöld hefur þó mátt ákveða í sátt eða gerðardómi, sennilega eitthvað lægri en in almennu, eftir því sem á stóð. 1 Jónsbók Mannhelgi 13. kap, er greint milli óþarfra gáleysisverka og þarfra. Ef verkið horfði til þarfinda og olli manntjóni, þá skyldi aðili gjalda fjórðung bóta, enda 1) lsl. fbrs. X. 333—334. 2) lsl. fbrs. IX. bls. 365. 3 Alþb. II. 73. i) Sbr. Grásás I a 166, II. 334, 355.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.