Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1951, Síða 38
208 Tímarit lögfnciinga eða annars varð sannur að vígi, átt að gjalda niðgjöld. Það sumar, er vígsök var sætt eða sótt eða hana skyldi sækja, átti að gera ráðstafanir til heimtu niðgjalda.1) Um heimtu manngjalda, er þau voru mælt í einu lagi, segir auðvitað ekkert í inum fornu lögum. Þá hefur vegandi eða fyrirsvarsmaður hans orðið að standa skil á því gjaldi. Samkvæmt Jónsbók Mannhelgi 10. kap. skyldi vegandi lýsa vígi á hendur sér.2) Þetta var ofureinfalt, þegar ein- ungis einn maður hafði verið að vígi. En vera mátti, að óvíst væri, hver banamaður væri, ef fleiri en einn höfðu að verið. Návistarmenn aðrir áttu þá um að bera, og mátti aðili þá sanna sýknu sína með því að leiða votta að því, að henni hefði ekki getað verið á vettvangi (alibi). Ef maður var annars borinn vígsök, mátti hann leysa sig undan áburði með tylftareiði, sem sýnist þó ekki hafa dugað, ef eftirmálsmaður leiddi síðan sjónarvitni að atburðum á vettvangi, Jónsbók Mannhelgi 9. og 10. kap. Með því að lúka skyldi konungi þegngildi eftir veginn mann, þá hlaut umboðsmaður konungsvaldsins (sýslu- maður) að láta vígsakir til sín taka. Venjan varð því sú, að sýslumaður eða umboðsmaður hans stefndi þing og nefndi 12 manna dóm um málið. 1 slíkum dómum er venju- lega fyrst athugað, hvort vígi hafi verið lýst, og er þá leitt víglýsingarvitni, enda var víglýsing skilyrði þess, að vígið yrði bótamál. Síðan var grennslast eftir því, hvort inn vegni hafi nokkuð til saka gert við veganda, og að því loknu eru manngjöld ákveðin og þegngildi. Stundum hefur sakariðili og fyrirsvarsmaður veganda þegar sætzt á mann- gjöld, og sú sætt er þá staðfest, og stundum verður sætt um þau fyrir dómi. Þegngildi er þá og stundum goldið eða 'hefur ef til vill þegar verið goldið. Loks er vegandi dæmdur útlægur á konungs náðir. Skyldi hann venjulega utan fara svo fljótt sem hann mætti fá far, og víst aldrei síðar en •1) Grágás I a 202-203. 2) Sbr. áðurnefndan dóm um Pál lögmann Vigíússon og Alþb. VII. 571—572. J

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.