Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 19
allra samhöfunda. Þó megi vera, að synjun um fjárhagsleg not þyki svo rakalaus, að hún eigi ekki rétt á sér. Ennfremur er tekið fram í greinargerð, að brot á höfundarréttindum geti hver samhöfundur átal- ið sjálfstætt. (Sjá Alþt. 1971, A-deild, bls. 1283). Samkvæmt framansögðu er ljóst, að 7. gr. höfl. gengur út frá til- teknum grundvallarreglum um höfundarréttindi samhöfunda. Taka þessar reglur af skarið í veigamiklum atriðum, að því er þá sameign varðar. Þegar þessum reglum sleppir, koma almennar reglur um sam- eign til álita, en jafnan verður þó að taka tillit til sérsjónarmiða höf- undaréttar. c) Aðlaganir. Breyting á verki, frumverki, er nefnd aðlögun, ef hin breytta gerð verksins gegnir sjálfstæðu hlutverki við hlið frumverksins og er sjálf árangur sjálfstæðrar sköpunar. Sá sem aðlagar verk öðlast höfundar- rétt að hinni breyttu gerð verksins, sbr. 5. gr. höfl. Höfundarréttur að aðlögun raskar eigi höfundarrétti að frumverkinu og er réttur aðlag- anda háður þeim höfundarrétti. Af þessum sökum þarf samþykki bæði höfundar frumverksins og aðlaganda til nýtingar og ráðstöfunar verks í þeirri mynd, sem það hefur hlotið við aðlögunina. Að því leyti má til sanns vegar færa, að um eins konar sameign sé að ræða, en sameignar- reglur eiga hins vegar ekki almennt við slík höfundarréttindi. d) Samsett verk. Undir samsett verk falla verk tveggja höfunda eða fleiri, ef verkin verða aðgreind, gagnstætt því, sem gildir um sameiginleg verk, sbr. a- lið hér að framan. Hver höfundur á þá sjálfstæðan höfundarrétt að sínu verki. Höfl. geyma ekki ákvæði um samsett verk. Til nýtingar samsetta verksins sem slíks þarf samþykki höfunda þeirra sjálfstæðu verka, sem eru hlutar samsetta verksins. Réttarstaðan ræðst fyrst og fremst af slíkum samningi og koma sameignarreglur ekki til álita, nema í undantekningartilvikum t.d. til fyllingar samningi, sem stofnar til sameignar um samsetta verkið út af fyrir sig. e) Safnverk. 6. gr. höfl. fjallar um svokölluð safnverk og er þar um að ræða sam- setningu tveggja verka eða fleiri eða samsetningu hluta af verkum. Ef samsetningin nær því að teljast verk í skilningi höfl., öðlast sá mað- ur, sem hana hefur unnið, höfundarrétt að verkinu. Sá höfundarréttur raskar að sjálfsögðu ekki höfundarrétti að þeim verkum, sem notuð 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.