Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 75

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 75
Allar þessai’ fullyrðingar (að dæminu um útvarpið undanskildu) varða málið, sem við Ingibjörg Sólrún Gísladóttir höfum verið að fjalla um. Hvernig verða þær settar í samhengi? Réttur sakaðs manns til að fá mál sitt rannsakað og dæmt af dóm- stóli er persónulegur réttur manns, sem stendur höllum fæti andspæn- is ákæruvaldi, fjölmiðlum og hér háværum kröfuhópi. I okkar þjóð- félagi eiga kröfuhópar nóg önnur úrræði en að ráðast gegn dóms- ákvörðunum með áróðursherferðum. Nærtækast var í þessu tilfelli að setja fram kröfur um lagabreytingar um nauðgunarmál. Slíkt hefði ekki verið árás á persónuréttindi einstaklings, á réttindi, sem honum eiga að vera tryggð, hvert sem sakarefnið er. Það var því hvorki óréttmæt skerðing á frelsi kvenna né á tjáningarfrelsi undirskrifta- hóps, þótt þeim síðarnefnda væri ætlað að láta manninn, sem hér átti hlut að máli, í friði. Undirskriftasöfnunin var lögleg, en hún var engu að síður atlaga að mannréttindum þess, sem hún beindist gegn, og þar með að slíkum réttindum í landinu almennt. Þeir hagsmunir tengdir tjáningarfrelsi og frelsi kvenna, sem hér koma til álita, fá að mínu áliti ekki ýtt til hliðar þeim persónubundnu réttindum hins sakaða manns, sem í húfi voru. Dómsmálið, sem hér er um fjallað, gekk sinn gang. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir fagnar því, að hinn ákærði fékk þungan dóm. „Kannski dómsvaldið líti nauðgunarbrot alvarlegri augum hér eftir en hingað til og er þá vissu marki náð“, ségir hún í grein sinni. Hún bætir svo við: „Auðvitað er löng tugthúsvist og frelsisskerðing alltaf skelfileg- ur hlutur en við konur getum ekki veitt afslátt út á nauðgun“. Hvað sem þessi orð eiga að þýða, ætti höfundur þeirra ekki að slá jafn- mikið af kröfum til mannlegrar tillitssemi og réttlátrar málsmeð- ferðar og fólst í undirskriftasöfnuninni í maí í fyrra. Það er „skelfi- legur hlutur“. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.