Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 9
Hagnýtt gildi er afstætt hugtak, eins og áður segir. Fjármunaréttur nýtist fleiri lögfræðingum beint í starfi en refsiréttur. Refsiréttur veitir aftur á móti meiri almenna menntun og betri innsýn í mannlífið, félagsleg og sálræn vandamál þess, og gerir þannig lögfræðinga hæfari til starfa á ýmsum svið- um og til þátttöku í þjóðfélagsumræðum. Breytingu á núverandi tilhögun má einkum hugsa sér með auknu valfrelsi stúdenta. Heppilegast er þá að stíga skrefið til fulls, auka samgang milli háskóladeilda og ýta undir blönduð próf (t.d. úr lögfræði- og viðskiptafræði- greinum), sem ættu að geta fallið eðlilega að þörfum atvinnulífsins. Tvennt ber þó að hafa í huga. Lágmarkskröfur þarf að gera um eiginlegt laganám til að nægi í hefðbundin störf lögfræðinga, dómsstörf og málflutningsstörf. Hver nemandi yrði að fá umsjónarkennara mun fyrr á námsferlinum til að aðstoða við skipulag náms og fylgjast með því að það fullnægi lágmarks- kröfum um samval og próf. b) Bent hefur verið á að búa þurfi laganema betur undir lífsstarfið með hagnýtri þjálfun í vinnubrögðum, jafnvel með sérstakri starfsþjálfun á vegum deildarinnar, t.d. til að stunda lögmannsstörf eða reka lögfræðiskrifstofu. Ekki fer vel á því að færa starfsþjálfun inn f Háskólann, enda eru störfin mörg og ólík. Slík starfsþjálfun er best komin þar sem hún er. Hins vegar gæti verið ástæða til að auka veg námsvistar á lögfræðistofum, en á þvf munu vera ýmsir örðugleikar í framkvæmd. Önnur leið er sú að auka hlut starfandi lögfræðinga í kennslunni, einkum með málflutningsæfingar fyrir augum. Sjá að öðru leyti röksemdir i a-lið. c) Loks má nefna hugmyndir um kennslu í ýmsum greinum sem vanrækt- ar hafa verið á fyrri skólastigum, t.d. í íslensku, framsögn og vélritun. í þessu felst nokkur uppgjöf. Háskólinn verður f framtíðinni að hafa meiri áhrif en hingað til á almenna menntastefnu í landinu og setja skýrt fram þær kröfur sem hann gerir til væntanlegra nemenda. Hitt er svo annað mál að áskilnað- ur ( þessum efnum getur tengst kennsluaðferðum og prófkröfum í ríkari mæli en nú. Að því er kennsluaðferðir varðar hefur gagnrýnin aðallega beinst að fyrir- lestraforminu. Það er aðalkennsluaðferðin við lagadeild, þótt einnig tíðkist nokkuð umræðufundir, raunhæf úrlausnarefni og ritgerðasamning (ritgerðir nær eingöngu á síðasta námsári). Ekki eru aðrar aðferðir betri til að miðla fróðleik en fyrirlestraformið, en ýmislegt annað hentar betur til að þjálfa nem- endur í að nota þekkinguna og festa sér hana í minni. Vafalítið fer vel á því að nota einhverja blöndu af mismunandi kennsluaðferðum í hverri grein, t.d. fyrirlestra, umræðufundi og ritgerðasamningu. Er þá ekki einungis séð fyrir því að auka þekkingarforða nemenda heldur og reynt að glæða áhuga þeirra á sjálfstæðum vinnubrögðum, jafnframt þvf sem þeir þurfa að nota þekking- una á svipaðan hátt og slðar meir f starfi sínu. Þáttur í þessu er nýting nú- tímatækni, svo sem tölvubúnaðar, myndvarpa og annarra tækja sem sára- lítið eru notuð við lagakennslu enn sem komið er. Þá er þess og að geta að með tilkomu margra nýrra íslenskra kennslurita og fræðiritgerða í lög- fræði er orðið hægara um vik að breyta kennsluaðferðum úr fræðsluformi í þjálfunarform. Með því verður unnt að útskrifa enn hæfari lögfræðinga. Gallinn er sá að nokkur tregða ríkir í þessum efnum. Bæði kennarar og nem- endur eru aldir upp við hlutverk áheyrandans og þiggjandans í íslenska 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.