Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Side 9

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Side 9
Hagnýtt gildi er afstætt hugtak, eins og áður segir. Fjármunaréttur nýtist fleiri lögfræðingum beint í starfi en refsiréttur. Refsiréttur veitir aftur á móti meiri almenna menntun og betri innsýn í mannlífið, félagsleg og sálræn vandamál þess, og gerir þannig lögfræðinga hæfari til starfa á ýmsum svið- um og til þátttöku í þjóðfélagsumræðum. Breytingu á núverandi tilhögun má einkum hugsa sér með auknu valfrelsi stúdenta. Heppilegast er þá að stíga skrefið til fulls, auka samgang milli háskóladeilda og ýta undir blönduð próf (t.d. úr lögfræði- og viðskiptafræði- greinum), sem ættu að geta fallið eðlilega að þörfum atvinnulífsins. Tvennt ber þó að hafa í huga. Lágmarkskröfur þarf að gera um eiginlegt laganám til að nægi í hefðbundin störf lögfræðinga, dómsstörf og málflutningsstörf. Hver nemandi yrði að fá umsjónarkennara mun fyrr á námsferlinum til að aðstoða við skipulag náms og fylgjast með því að það fullnægi lágmarks- kröfum um samval og próf. b) Bent hefur verið á að búa þurfi laganema betur undir lífsstarfið með hagnýtri þjálfun í vinnubrögðum, jafnvel með sérstakri starfsþjálfun á vegum deildarinnar, t.d. til að stunda lögmannsstörf eða reka lögfræðiskrifstofu. Ekki fer vel á því að færa starfsþjálfun inn f Háskólann, enda eru störfin mörg og ólík. Slík starfsþjálfun er best komin þar sem hún er. Hins vegar gæti verið ástæða til að auka veg námsvistar á lögfræðistofum, en á þvf munu vera ýmsir örðugleikar í framkvæmd. Önnur leið er sú að auka hlut starfandi lögfræðinga í kennslunni, einkum með málflutningsæfingar fyrir augum. Sjá að öðru leyti röksemdir i a-lið. c) Loks má nefna hugmyndir um kennslu í ýmsum greinum sem vanrækt- ar hafa verið á fyrri skólastigum, t.d. í íslensku, framsögn og vélritun. í þessu felst nokkur uppgjöf. Háskólinn verður f framtíðinni að hafa meiri áhrif en hingað til á almenna menntastefnu í landinu og setja skýrt fram þær kröfur sem hann gerir til væntanlegra nemenda. Hitt er svo annað mál að áskilnað- ur ( þessum efnum getur tengst kennsluaðferðum og prófkröfum í ríkari mæli en nú. Að því er kennsluaðferðir varðar hefur gagnrýnin aðallega beinst að fyrir- lestraforminu. Það er aðalkennsluaðferðin við lagadeild, þótt einnig tíðkist nokkuð umræðufundir, raunhæf úrlausnarefni og ritgerðasamning (ritgerðir nær eingöngu á síðasta námsári). Ekki eru aðrar aðferðir betri til að miðla fróðleik en fyrirlestraformið, en ýmislegt annað hentar betur til að þjálfa nem- endur í að nota þekkinguna og festa sér hana í minni. Vafalítið fer vel á því að nota einhverja blöndu af mismunandi kennsluaðferðum í hverri grein, t.d. fyrirlestra, umræðufundi og ritgerðasamningu. Er þá ekki einungis séð fyrir því að auka þekkingarforða nemenda heldur og reynt að glæða áhuga þeirra á sjálfstæðum vinnubrögðum, jafnframt þvf sem þeir þurfa að nota þekking- una á svipaðan hátt og slðar meir f starfi sínu. Þáttur í þessu er nýting nú- tímatækni, svo sem tölvubúnaðar, myndvarpa og annarra tækja sem sára- lítið eru notuð við lagakennslu enn sem komið er. Þá er þess og að geta að með tilkomu margra nýrra íslenskra kennslurita og fræðiritgerða í lög- fræði er orðið hægara um vik að breyta kennsluaðferðum úr fræðsluformi í þjálfunarform. Með því verður unnt að útskrifa enn hæfari lögfræðinga. Gallinn er sá að nokkur tregða ríkir í þessum efnum. Bæði kennarar og nem- endur eru aldir upp við hlutverk áheyrandans og þiggjandans í íslenska 3

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.