Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 23
4.0. RÉTTARHEIMILDIR OG ÁKVÖRÐUN RÉTTARSTÖÐU Á SVIÐI SAMEIGNAR. Þótt aðeins sé tekið mið af sérstakri sameign og vissum tegundum almennrar sameignar, fyrst og fremst sameignarfélögum, er ljóst, að um ýmis atriði gilda ólíkar reglur. Er þar einkum að nefna skulda- ábyrgð sameigenda, réttarstöðu skuldheimtumanna og viðskiptamanna sameigenda, ráðstöfunar- og nýtingarheimildir sameigenda og slit sam- eignar. Hér verður ekki nánar fjallað um einstök atriði og hvað ráði því, að mismunandi reglur eigi þar við, en nefnd skulu nokkur megin- sjónarmið, er varða reglur og réttarstöðu á þessu sviði. I fyrsta lagi ber að hafa í huga, að sameigendur hafa mjög frjálsar hendur um að semja um þá skipan mála, sem þeir vilja. Vissar skorður verður þó að setja samningum af tilliti til þriðja manns, en fræðimenn eru ekki sammála um, hvaða takmarkanir gilda að þessu leyti. (Sjá t.d. Falkanger: Sameie í Jussens venner 1978, bls. 58, Illum: Dansk tings- ret (3. útg.), bls. 121, og Hojrup: Ejendomsret (1976), bls. 12-14). Með fyrirvara um þetta síðastgreinda atriði ræðst réttarstaðan hverju sinni fyrst og fremst af samningum aðila, forsendum samninga og að- stæðum, sem leggja verður að jöfnu við sanminga. I öðru lagi er þess að geta, að í settum lögum eru víða ákvæði um einstakar tegundir sameignar eða afmörkuð atriði þeirra, sbr. t.d. lög nr. 59/1976 um fjölbýlishús, ákvæði siglingalaga nr. 66/1963 um félagsútgerð, landskiptalög nr. 46/1941, 4. gr. laga nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði, 3. gr. laga nr. 33/1966 um fuglaveiðar og fugla- friðun, II. kafla laga nr. 42/1903 um verslanaskrár, firmu og prókúru- umboð og 7. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Af slíkum ákvæðum má oft leiða reglur um önnur atriði en þau fjalla beinlínis um, en fara verður varlega í að setja fram reglur á grundvelli slíkra ákvæða um aðrar tégundir sameignar en ákvæðin eiga við eða um sameign almennt. I þriðja lagi geta sérsjónarmið á einstökum réttarsviðum, t.d. í höfundarétti, haft veruleg áhrif á það, hvaða reglur gilda um sameign eignarréttinda á viðkomandi sviði. Loks er rétt að leggja áherslu á, að frá fræðilegu sjónarmiði er réttast að taka einstakar tegundir sameignar til athugunar og setja fram réglur um hverja tegund á grundvelli þeirra réttarheimilda, sem þar eiga við. Staðhæfingar um almennar eða víðtækar meginreglur á sviði sameignar verða að byggjast á slíkri athugun á helstu flokkum sameignar og samanburði á þeim. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.