Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1985, Blaðsíða 20
hafa verið við samsetninguna. Nýting heildarverksins fer eftir samn- ingi höfunda og sameignarreglur koma yfirleitt ekki til álita. Að þessu leyti er réttarstaðan svipuð því, sem gildir um samsett verk, sbr. d-lið hér að framan. 2.0. SAMEIGN OG FLOKKUN SAMEIGNAR. Enda þótt sameign hafi verið afmörkuð með þeim hætti, sem greinir í kafla 1.0. hér að framan, er engu að síður ljóst, að þar kennir margra grasa. Að vísu má draga fram einhverjar meginreglur, sem taka til flestra tilbrigða sameignar, en varasamt er að setja markið svo hátt. Hafa fræðimenn látið við það sitja að fjalla um tiltekna flokka sam- eignar. Þegar ábyrgð sameigenda (félágsmanna) á skuldbindingum út af sameign er takmörkuð, hefur slík sameign (félag) mikla sérstöðu miðað við aðra sameign. I órofa tengslum við takmarkaða ábyrgð sameigenda eru skorður við heimild þeirra til skuldfestingar og ráð- stöfunar þess verðmætis, sem í sameign er. Itarleg lög hafa verið sett um tilteknar tegundir félaga með tak- markaða ábyrgð, sbr. lög nr. 32/1978 um hlutafélög og lög nr. 46/1937 um samvinnufélög. Dánarbú hafa um margt sérstöðu og sama máli gegnir um félagsbú hjóna við slit á fjárfélagi. Sumir höfundar hafna því, að slík bú beri að telja til sameignar, þ.e. sameignar erfingja eða hjóna, sérstaklega það síðarnefnda. (Sjá t.d. Mads H. Andenæs: Sameier og selskaper, bls. 47 o. áfr.). 3.0. SAMEIGNARFÉLÖG OG SÉRSTÖK SAMEIGN. I fræðiritum hefur lengi verið greint á milli sérstakrar sameignar og sameignarfélags. Um sameignarfélag hefur verið fjallað í félagarétti, en um sérstaka sameign í hlutarétti eða eignarétti. Aðgreining þessi hefur byggst á því, að um tiltekin veigamikil atriði giltu ólíkar reglur eftir því, hvort um sérstaka sameign eða sameignarfélag væri að ræða. Ofangreindur mismunur hefur verið talinn lýsa sér fyrst og fremst í því, að sameigandi geti, þegar sérstök sameign sé, ráðstafað og skuld- fest sinn hluta í sameigninni óháð endurgjaldskröfum sameigenda sinna og óháð hvers konar forgangsrétti skuldheimtumanna út af sam- eigninni gagnstætt því, sem gildi um sameignarfélög. (Sjá t.d. Illum: Dansk tingsret (3. útg.), bls. 122 o. áfr.). Mismunur hefur og verið talinn koma fram í fleiri atriðum. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.