Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1988, Page 13
ákveðinna brotategunda, er hafa svipuð einkenni og valda refsivörslu- kerfinu sérstökum erfiðleikum. Nefndin byggir í áliti sínu á starfs- lýsingu frá 1973 fyrir „statsadvokaten for særlig okonomisk kriminal- itet“, þar sem sérstaklega eru tiltekin mál vegna auðgunarbrota (nema þjófnaðar og ráns) og nokkurra annarra fjármunabrota samkvæmt hegningarlögum, svo og mál vegna brota á atvinnulöggjöf, húsnæðis- og skattalögum, enda séu málin öll þess eðlis, að ætla megi, að þau séu umfangsmikil, liður í skipulegri brotastarfsemi, drýgð í sambandi við framkvæmd sérhæfðra viðskiptaaðferða eða séu að öðru leyti af- varlegs eðlis.8 Evrópuráðið fór þá leið með fyrrnefndri ályktun ráð- hei’ranefndarinnar að setja fram tæmandi ski’á í 16 liðurn yfir efnahags- bi’ot. Sumir liðirnir eru þó mjög almennt orðaðir.9 Einnig hefur verið reynt að skilgreina efnahagsbi'ot á gi’undvelli fi-amleiðslu- og fjár- mögnunai’ferlis atvinnulífsins og með hliðsjón af þeirn aðilum eða fjár- munum, sem brot bitna á, á hverju stigi þess, sbr. líkan Per Ole Ti’ásk- mans.10 Hugtakið „business crimes" er í bandarískum rétti notað í svipaðri mei'kingu og efnahagsbi’ot hér að ofan:* 11 „By business ci’imes we here refer to ci’imes of varying content having in common that they are committed as part of the process of doing legitimate business. The í’ange of ci’imes encompassed is gi’eat. It may include wholly ti’aditional ci’inxes. For example, manslaughter would be included, if the cause of the death were defective design of a commei’cial product. So would bribery if done by a business entity in furtherance of its business. Business ci'imes will also include — indeed principally — crimes expressly formulated to í’egulate the conduct of business ... “ Ekki verður skilist svo við hugtakið efnahagsbrot, að ekki sé vikið að hugtakinu hvítflibbabrot (white-collar crimes), sem bandaríski af- bi’otafræðingui’inn Sutherland mótaði á 5. ái’atug aldarinnar. Var það undanfai’i umi’æðna og aðgei’ða vegna efnahagsbrota, er hófust víða um lönd á 7. og 8. áratugnum. Hugtökin skarast að nokkru leyti og sum vandamálin ei’u hin sömu, en hafa verður í huga, að hvítflibba- brotin voi’u miðuð við einfaldari þjóðfélagsgerð, þar sem ábyi’gð einka- eigenda og stjórnenda fyi’ii’tækja var aðalviðfangsefnið. Hrein ein- staklingsfyi'ii’tæki hafa á síðari áratugum orðið í æ ríkai’i mæli að víkja fyrir samtökum manna um atvinnui’ekstur í alls konar félaga- 8 Bekæmpclse af pkonomisk kriminalitet. Betænkning nr. 1066/1986, bls. 17—18. 9 Economic Crime. Evrópuráðið 1981, bls. 11—12. Sjá bls. 232—233 hér á eftir. 10 P. O. Triiskman: En modell för forskning av ekonomins kriminalitet. Ekonomisk brotts- lighet. Rapport 1979:1, bls. 51—60. 11 Kadish, Schulhofer og Paulsen: Criminal Law and Its Processes 1983, bls. 987. 211

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.