Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Page 23

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Page 23
yfirfærslu eignarréttar en uppgjöri og greiðslu kaupverðs, sbr. 21. gr. þl. Trygging kaupanda felst þá væntanlega í því, að hann getur varn- að því, að þinglýst verði á nýjan leik eignarheimild til handa seljanda, þar til seljandi, sem rifta vill kaupin, hefur fullnægt endurgreiðslu- skyldu sinni í samræmi við grundvallarreglu 57. gr. kaupalaga. Að öðrum kosti verður eignarheimild til handa seljanda ekki þinglýst nema á grundvelli dóms á hendur kaupanda, þar sem réttur seljanda til riftunar er viðurkenndur vegna vanefnda kaupanda. Þá er og hugs- anlegt, að þinglýst verði eignarheimild til handa seljanda á grund- velli endurrits úr fógetabók, þar sem kaupandinn er borinn út úr eign, sbr. Hrd. 1962. 527.28> VI. UM þinglysta eignarheimild sem skilyrði FYRIR FÆRSLU SKJALS I FASTEIGNABÓK. 1. Skjal hvílir á löggerningi. Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. þl. gildir sú meginregla, að skjal, sem hvílir á löggerningi, verður ekki fært í fasteignabók, ef útgefanda þess brestur þinglýsta heimild til þess að ráðstafa eign á þann veg, er í skjali greinir, eða útgefanda skortir skriflegt samþykki þess, er slíkr- ar heimildar nýtur. Þinglýsta eignarheimild hefur sá, er þinglýsinga- bók nefnir eiganda á hverjum tíma. Sama er um þann, er færir sönn- ur á, að eignarréttur hafi flust til sín vegna andláts eiganda. Um þing- lýsta heimild að öðrum réttindum gilda hliðstæðar reglur, 1. mgr. 25. gr. þh Ef útgefandi skjals hefur heimild til ráðstöfunar samkvæmt þing- lýstum eignarheimildum, verður almennt ekki komið í veg fyrir þing- lýsingu á þeim grundvelli, að ráðstöfun fari í bága við rétt einhvers aðilja.29) Sjá Hrd. 1979.1073, Hrd. 1981.1029, Hrd. 1984. 636 og Hrd. 1988. 203. Hvorki orð 1. mgr. 24. gr. eða 1. mgr. 25. gr. þl. né heldur athugasemd- ir greinargerðar með lagaákvæðum þessum skera úr því, hvor sé heimildarmaður að fasteign í skilningi 1. mgr. 25. gr. þl. eftir þinglýs- ingu kaupsamnings, þinglýstur kaupsamningshafi (kaupandinn) eða þinglýstur afsalshafi (seljandinn). Er þá athugunarefni, hverja þýð- ingu hefur í þessu sambandi 21. gr. þl., en þar segir: 28) Sjá Elmer og Skovby, bls. 66; W. E. von Eyben, bls. 269; Lene Pagter Kristensen, Ting- lysingsloven 1984, bls. 99—100. 29) Gaukur Jörundsson, Eignarréttur II, bls. 208. 17

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.