Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Side 61

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Side 61
Dómarar standa hér á landi framarlega í stjórnmálum enda þótt nú sé minna um það en áður. Það hefur komið fyrir að dómari hafi unnið álitsgerð um lögfræði- leg deiluatriði sem lögð var fram í dómsmáli við sama dómstól. Dómarar taka að sér margs konar gerðardómsstörf. Dómarar sitja í stjórn atvinnufyrirtækja og peningastofnana. Dómarar þiggja gjald fyrir dómarastörf frá öðrum málsaðila í formi bílapeninga eða greiðslu hluta yfirvinnu. Eflaust er erfitt vegna fámennis okkar að ætlast til þess að ekki megi nota góða dómara til að vinna ákveðin verk og víst má telja að dómarar teldu mikla skerðingu vera í því fólgna að þeir mættu ekki vinna aukastörf. Það er hins vegar ljóst að í þeim löndum þar sem settar eru skorður við aukastörfum dómara er ekki litið svo á að með því sé verið að skerða sjálfstæði þeirra. Þvert á móti er verið að tryggja það. Við mat á aukastörfum dómara verður hins vegar að gera glöggan greinarmun á aukastörfum er lúta að dómsstörfum og öðrum störfum, þeim ótengdum. Þá verður dómari ætíð að hafa í hyggju að slík störf skerði ekki sjálfstæði hans sem dómara. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að forstöðumaður dómara- embættis beitti dómara áminningu skv. 1. mgr. 35. gr. eml. ef þessar athafnir dómara þykja ósamrýmanlegar dómarastarfinu. Hér hefur verið fjallað um lagalegt sjálfstæði dómara og takmark- anir á því. Ég vil hins vegar ekki skilja við efnið án þess að geta um það sem kalla mætti innra sjálfstæði dómara, sem vissulega er hluti af sjálfstæði hans. Þetta má kalla fínni orð yfir kjark. Dómarastarfið er ekki aðeins þýðingarmikið starf, því fylgir einn- ig mikið álag. Þetta álag getur reynt mikið á innra sjálfstæði dómara, enda oft verið að takast á um deiluatriði þar sem niðurstaða málsins varðar miklu og snertir marga þjóðfélagsþegna. Þá verða dómarar oft fyrir álagi vegna ágangs fjölmiðla sem vilja fá mál dæmd þegar í stað eða með skrifum hafa komist að ákveðinni niðurstöðu. Sem dæmi um hið fyrra þá hafa landhelgisbrot ætíð verið metin svo að fjölmiðlar byrja að spyrja um dóm í flestum tilvikum áður en réttarhöld eru byrjuð yfir sakborningi. Kynferðisbrot hafa einnig vakið athygli fjöl- miðla og má nefna slík brot sem dæmi um hið síðara. Þannig er óbeint álag dómara oft mikið og mikilsvert að hann sé undir það búinn. Til innra sjálfstæðis heyrir einnig sá kjarkur sem þarf til að dæma óþægilega dóma, t.d. gegn yfirvöldum. Eins og veitingavaldinu er hér háttað til dómaraembætta er ljóst að þarna getur reynt á innra sjálf- stæði dómara. Þá hljóta fleiri en ég að kannast við þá tilfinningu þeg- 55

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.