Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 38

Uppeldi og menntun - 01.01.2007, Side 38
38 2. Hvernig geta starfsmenn skóla og foreldrar notað samstarfsáætlun Epstein (2001) til að þróa betra samstarf? Oddeyrarskóli á Akureyri varð fyrir valinu til þátttöku í rannsókninni. Í skólanum voru rúmlega 200 nemendur í 1. til 10. bekk og um 45 starfsmenn, þar af 21 kennari, þegar rannsóknin hófst. Áhugi skólastjórnenda á samstarfi við foreldra varð til þess að skólastjóri Oddeyrarskóla óskaði eftir þátttöku skólans í rannsóknarverkefninu. Gerð var tilraun til að þróa vinnubrögð í samstarfi skóla við fjölskyldur og skapa hagnýta þekkingu með kennurum á vettvangi. Leiðarljósið var að skólinn lærði um leið og hann fetaði sig í gegnum þróunarverkefnið. Af þessum ástæðum varð starf- endarannsókn fyrir valinu; aðferð sem getur verið allt í senn: rannsókn á samstarfi skólans og fjölskyldna, þróunarferli skólans en jafnframt leið til að þroska kennara sem fagmenn. Starfendarannsóknir í skóla byggjast á samstarfi kennara innbyrðis og samstarfi við rannsakanda þar sem fléttað er saman starfi kennarans og rannsóknum. Þátttakendur leggja mat á eigin störf, leita lausna á vanda sem er fyrir hendi og láta á þær reyna í starfi (Jón Baldvin Hannesson, Rósa Eggertsdóttir og Rúnar Sigþórs- son, 2002). Ferli aðferðarinnar felur þannig í sér að kennarar reyna nýja starfshætti og tengja saman eigið nám og starf. Um leið öðlast þeir dýpri skilning á samstarfinu og eigin framkvæmd sem á að leiða til aðgerða og breytinga. Í samræmi við samstarfsáætlun Epstein (2001) var myndaður aðgerðahópur innan Oddeyrarskóla sem samanstóð af ellefu manns: fjórum kennurum af öllum aldursstig- um, tveimur nemendum, skólastjórnendum, tveimur foreldrum og rannsakanda sem jafnframt var ráðgjafi þróunarverkefnisins. Við val á þátttakendum í aðgerðahópinn réð áhugi einstaklinganna á samstarfinu miklu og skólastjórnendur komu með tillög- ur um fulltrúa foreldra og nemenda. Aðgerðahópurinn var stýrihópur í rannsókninni, hafði yfirumsjón með samstarfsáætluninni, bar ábyrgð á að bæta og þróa samskipti heimilis og skóla og vann í nánu samstarfi við kennara og foreldra. Hann bar ábyrgð á því að leggja mat á samstarfið, skipulagði tillögur að nýjum leiðum, kom nýjum hugmyndum í framkvæmd og hélt áfram að þróa og samhæfa framkvæmdir. Þannig leiddi hópurinn vinnuna en allir kennarar skólans voru þátttakendur í þróunarverk- efninu á einn eða annan hátt. Hlutverk mitt sem ráðgjafa og rannsakanda var að hafa yfirumsjón með þróun- arverkefninu, kynna fræðilegan grunn og kenningar á námskeiðum og fundum, stýra fundum aðgerðahóps og útvega það efni sem þurfti, svo sem samstarfsáætlun Epstein. Enn fremur skyldi ég leiða vinnuferlið og stýra vinnunni, vera faglegur ráð- gjafi skólans og aðstoða við námskeiðshald, kynningar og þjálfun starfsmanna. Einnig fólst í hlutverkinu að veita starfsmönnum handleiðslu og stuðning hverjum fyrir sig þegar eftir því var leitað. Auk þess átti ég að vinna náið með kennurum og foreldrum að ákveðnum verkefnum og funda með skólastjórnendum eftir þörfum. Gagnasöfnun og úrvinnsla Á þeim tveimur árum sem rannsóknin stóð yfir var eftirfarandi gagna aflað um sam- starf skólans við fjölskyldur: „FANNST ÉG GETA SAGT ÞAÐ SEM MÉR LÁ Á H JARTA …“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.