Heilbrigðismál - 01.03.1981, Page 10

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Page 10
Á aðalfundi Krabbameinsfélags Reykjavíkur, 23. mars, var Jón Oddgeir Jónsson kjörinn heiðursfé- lagi. Hann var framkvœmdastjóri félagsins frá 1960 til 1975 og sat í stjóm þess frá 1959 til 1981. Tómas Ámi Jónasson formaður félagsins (t. >>. á myndinni) afhenti Jóni Odd- geiri heiðursskjal sem undirritað var af öllum stjórnarmönnum félagsins. ist að koma út eða væntanleg síðar á þessu ári og hinu næsta. Á síðasta starfsári voru tveir eldri fræðslu- bæklingar endurprentaðir og út kom nýtt fræðslurit, „Verðandi mæður ættu ekki að reykja". Veittir voru nokkrir styrkir til ferða á námskeið og ráðstefnur er- lendis varðandi baráttumál krabbameinssamtakanna. Félaginu hlotnaðist á árinu 15 milljón kr. arfur eftir Þorbjörn Jónsson, Mímisvegi 2 hér í borg, en hann lést fyrir nokkrum árum. Rekstur happdrættisins gekk vel á árinu 1980. Gat félagið lagt af mörkum hartnær 90 milljónir gkr. til starfsemi Krabbameinsfélags ís- lands en það er rösklega helmingi meira en árið áður. Þegar kom að stjórnarkjöri var tilkynnt að Alda Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur og Jón Odd- geir Jónsson fyrrv. framkvæmda- stjóri, sem ganga áttu úr stjórninni. hefðu bæði skorast undan endur- kjöri. Þakkaði formaður þeim margra ára heilladrjúgt starf í fé- lagsstjórn og skýrði jafnframt frá því að ákveðið hefði verið að gera Jón Oddgeir að heiðursfélaga Krabbameinsfélags Reykjavíkur, en auk stjórnarstarfa var Jón um langt skeið framkvæmdastjóri fé- lagsins. Stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur er nú þannig skipuð að Tómas Á. Jónasson læknir er formaður en aðrir í stjórn Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri, Erla Einarsdóttir gjaldkeri, Jón Þorgeir Hallgrímsson læknir, Páll Gíslason yfirlæknir, Sigríður Lister hjúkr- unarfræðingur og Þórarinn Sveins- son læknir. í varastjórn eru Edda Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur, Guðmundur J. Kristjánsson deild- arstjóri og Kristján Sigtryggsson skólastjóri. Samþykkt var á fundinum ályktun þar sem ítrekaðar eru ályktanir síðustu aðalfunda um nauðsyn bættrar aðstöðu til krabbameinslækninga. Sérstaklega er bent á að ekki sé unnt að endur- nýja geislunartæki vegna húsnæð- isskorts, þótt nokkur lausn hafi fengist til bráðabirgða fyrir göngu- deild krabbameinssjúkra. Lýst er áhyggjum vegna þess að fram- kvæmdir hafa ekki enn hafist við K-byggingu Landspítalans og skorað á heilbrigðis og fjármála- yfirvöld að láta það mál til sín taka. Þ. Ö. Jordan tannbursti hinna vandlátu Fæst í apótekum og verzlunum um land allt. jordan er eina rétta lausnin John Lindsay hf. Skipholti 33, sími 26400 10 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981 Mynd: Pétur A Oskars

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.