19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1987, Qupperneq 28

19. júní - 19.06.1987, Qupperneq 28
□□□□ OG KEPPNISÍÞRÓTTIR STEFNIÁ STJÖRNUFLOKK Við báðum Oddnýju að rabba við okkur um íþróttagrein sína og stöðu kvenna þar eins og hún sér hana. „Ég held að konur hafi ekki byrjað í frjálsum íþróttum að ráði fyrr en kringum 1960, en 1986 voru sett margfalt fleiri kvennamet en karla- met, svo við erum að sækja okkur. Æfingatími karla og kvenna er sá sami, jafnt hér sem erlendis. Ég æfi sex daga vikunnar í 2-3 tíma. En að- staðan hér er ekki góð. Ég hleyp mik- ið úti. Það er 50 metra hlaupabraut í Laugardalnum og það er það eina sem við höfum. Það er árangur samkvæmt flokka- kerfi FRÍ sem ræður því hverjir eru sendir til móta erlendis, en ekki kyn. Það eru núna 3 karlar í stjörnuflokki, en 4 konur í A-flokki. Ég veit ekki hvers vegna konur eru ekki í stjörnu- flokknum. Að vísu eru þessir 3 karlar allir búnir að æfa erlendis, en sumar konurnar hafa líka verið úti. Mér finnst flokkaskiptingin örvandi fyrir konur, og ég stefni í stjörnuflokk. Ég hef aldrei verið metnaðarfyllri en nú þegar ég er að nálgast þrítugt.“ - Ætlarðu ekki að hœtta og fara að eignast börn? „Ég er ekkert á því að hætta þótt ég sé búin að vera í íþróttinni í átta ár. Fólk á erfitt með að skilja það. En segir Oddný Árnadóttir f rjáls í þ róttakona svo fæ ég þessa spurningu. Reyndar eru konur bara sterkari eftir að þær eignast börn og það er ekkert því til fyrirstöðu að þær haldi áfram ef þær eru heilar. En ég er ekkert að fara að eignast börn. Einu sinni þótti stelpum ljótt að vera með vöðva, en með vaxtaræktinni er það ekk- ert vandamál. Þær hætta ekki þessvegna. Á unglingsárum skiptir félagsskapurinn miklu máli um hvort stelpur halda áfram. Konur hætta of snemma í frjálsum íþróttum finns mér. Kannski hafa þær byrjað snemma og eru búnar að fá nóg. Meðalaldur í landsliðinu hjá körlum er 25-27 ára en hjá konum um 20 ára.“ - „Hvað hefur þú að segja um kjör íþróttamanns ársins? „Það var aðeins ein kona á tíu manna listanum, Ragnheiður Runólfsdóttir, en ég var á 20 manna listanum. Mér finnst skrif íþrótta- fréttamanna um kvennaíþróttir til skammar. Konur fá ekki pláss á íþróttasíðunum." - Hvað um daglegt líf íþróttafólks, finnst þér þú missa af einhverju sem aðrir njóta? Ég þarf að sjálfsögðu að passa mataræðið, telja hitaeiningar; ég borða mikið af ávöxtum og grænmeti og drekk bara léttmjólk. En það er ekkert erfitt að halda sig við það. Ég er hófsmanneskja í mat. Mér finnst ég ekki fórna neinu þótt ég æfi stíft og stefni hátt í greininni. Ég hef aldrei verið metnaðarfyllri en nú. S.H. þeir allt í einu viðkvæmari fyrir því að hún er kona. Það finnst henni furðulegt. Persónulega hugsar hún minna um skiptinguna kona/karl eftir því sem hún æfir lengur. Hún hefur sína stöðu núna og þarf ekki stöðugt að sanna sig. En í kennslunni hefur Jónína þurft að sanna sig meira en karl, vegna þess eins að fyrstu viðbrögð hópsins þegar hún gengur inn eru „hún er kona“, eða jafnvel „er enginn kenn- ari?“ En hún er fljót að eyða þeim fordómum. Hún er sterk og úthalds- góð, og er með svart belti. ANDSPÆNIS KARLI MEÐ GULT BELTI Hvað þýðir fyrir hana þegar hún stendur andspænis stórum karlmanni sem hefur aðeins gult belti? Honum finnst hann þurfa að sanna sig fyrir henni og fer því að berjast óþarflega mikið. Hún víkur en sýnir honum þó að hún getur en vill ekki meiða. Þannig er hún „maður“. Hún veit hvað hún geturog ákveður viðbrögð sín. Hún hefur vald yfir öndun, hraða, tímasetningu, snerpu. Hún getur stöðvað millimetr- um frá höfði andstæðingsins, svo agaður er líkaminn orðinn. Hún hef- ur agað sig til að treysta kennaranum fullkomlega þar til kunnátta hennar hefur verið næg til að greina kennslu hans, hún hefur ögun til að læra af þeim sem geta kennt henni, hvert sem hæfnisstig þeirra er. Hún agar karateöndun sína og æfir hana vel, og hún stundar íhugun af ýmsum gerðum. Og hvaða tilfinningar hefur hún fyrir stóra gulbeltaranum? Hún skilur að framferði hans er afleiðing af kunnáttuleysi sem má bæta úr. Hún hefur verndunarhvöt og löngun til að hlúa að hæfileikum hans eins og aldrei var hlúð að hennar. Þegar Jónína talar, notar hún hendurnar í hreyfingum sem er ein- kennandi í karate: snúning á sterkum úlnliðum, hnefa dreginn aftur í 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.