19. júní


19. júní - 19.06.1987, Síða 32

19. júní - 19.06.1987, Síða 32
TÓKÍÓ OG MEXIKÓ Næst tók Hrafnhildur þátt í landskeppni við Dani 1963, en árið 1964 voru Olympíuleikar og hún náði tilskildum árangri til að komast þangað. Um leikana segir hún svo frá: „Þeir voru í Tókíó. Við fórum þjálfaralaus. Það voru Guðmundur Gíslason, Valbjörn Þorláksson, Jón Þ. Ólafsson og ég, auk fararstjóra. Ég var í sérstökum kvennabúðum í Olympíuþorpinu en hafði þó síma- samband við þá hina. Ég veit ekki hvar Japanir héldu að ísland væri, því ég lenti með Kóreumönnum og öðrum Asíubúum í blokk, ég skildi engan og enginn skildi mig. Ég átti að synda 100 metra skriðsund og 200 metra flugsund, en kom svo undar- lega í bakkann í skriðinu að ég fing- urbrotnaði, og synti þess vegna aldrei flugið. Ég lenti fyrir framan miðju í röðinni, enda voru íslending- ar þá yfirleitt í 21 .-36. sæti af 70 eða 80 keppendum. 1966 kepptum við í Danmörku. Um það leytið átti ég öll gildandi íslandsmet nema í 200 metra flug- sundi og 1500 metra skriðsundi.“ - Hafðirðu enga samkeppni hérna heima? „Nei, ég synti ekki öðruvísi en að sigra. Ef ég synti sjö greinar á meist- aramóti vann ég þær allar. Maður keppti bara við klukkuna og þá verða framfarir ekki nógar.“ - Svo syntirðu á móti útlendingum og tapaðir. „Já. Tvisvar til þrisvar á ári var út- lendingum boðið að koma og keppa á íslandi, og þá fékk maður keppni. 1967 var ég í fæðingarorlofi, og svo fór ég þrisvar út í keppni 1968, þar á meðal á Olympíuleika. - Hvernig gekk að œfa þegar þú varst komin með barn? „Ég flutti með barnið í bæinn til mömmu til að æfa fyrir leikana. Þegar ég kom til mömmu var Magnús Már þriggja mánaða, þegar ég fór á Olympíuleikana var hann að taka fyrstu sporin, og þegar ég kom heim var hann farinn að ganga.“ - Hvernig er að vera á Olympíu- leikum? „Það er svo mikil eftirvænting kringum Olympíuleika. Þetta er merkilegt takmark. Það er alltaf 32 sama tilfinningin í maganum, þegar dúfunum er sleppt á opnunardegin- um. Þá er eins og leysist orka úr læð- ingi. Það er jafn ólýsanlegt eins og kveðjustundin þegar maður stendur með þá heitstrengingu í huga að stefna að næstu Olympíuleikum. MEÐ ÞRJÚ BÖRN OG STEFNDI Á ÞRIÐJU ÓLYMPÍULEIKANA / g hélt svo áfram að keppa. 1969 var ég í fæðingarorlofi, og aftur 1971. 1972 stefndi ég á Olympíuleikana í Múnchen, æfði hálft árið, flutti með þrjú börn aftur til mömmu, en þá lenti hún á sjúkrahúsi, svo að ég hætti við að fara út.“ - Hvað sagði fólk við þessu úthaldi þínu? „Fólk hristi bara hausinn þegar ég tók mig upp með þrjú börn. En foreldrar mínir skildu mig og studdu, svo mér var alveg sama um alla hina.“ -Hvað með eiginmanninn? „Hann var ekkert hress, og þó. Hann var í námi og það létti á honum að þurfa ekki að sjá fyrir mér. Hann fór til Vestmannaeyja á meðan. Mér datt bara aldrei annað til hugar en að gera þetta nákvæmlega eins og mér sýndist.“ Hrafnhildur tók þátt í Olympíulcikunum í Tókíó 1964 og Mexikó 1968 og stefndi á þriðju leikana í Miinchen 1972. Hér sést hún í hópi Olympíufara til Tókíó. Við hlið hennar situr fararstjórinn Ingi Þorsteinsson, en fyrir aftan þau eru frá vinstri: Jón Þ. Olafsson, Guð- mundur Gíslason og Valbjörn Þorláksson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.