19. júní


19. júní - 19.06.1987, Page 37

19. júní - 19.06.1987, Page 37
(Ljósmynd AFG) KARLREMBAN ER ÞVERPÓUTÍSK Rætt við Valborgu Bentsdóttur um fjörtíu ára feril í KRFÍ KRFÍ fagnaði afmæli sínu á margvíslegan hátt í lok janúar. Á sjálfan afmælis- daginn 27. janúar var haldið veglegt afmælishóf að Hallveigar- stöðum. Þar var margt á dagskrá til fróðleiks og skemmtunar og fjórum konum þökkuð mikil og vel unnin störf í þágu félagsins með þvi að gera þær að heiðursfélög- um. Þetta voru þær Guðrún Gísla- dóttir, Lóa Kristjánsdóttir, Sigur- veig Guðmundsdóttir og Valborg Bentsdóttir sem hafa allar verið lengi í forystusveit KRFÍ en Val- borg hefur verið þar félagi sýnu lengst, eða síðan 1945. Valborg Bentsdóttir hefur allan tímann starfað ötullega fyrir félagið og því fannst ritstjórn 19. júní for- vitnilegt að ræða við hana á þessum merku tímamótum í sögu félagsins. Hún var fyrst spurö hver hcfði verið formaður þegar hún gekk í KRFÍ. „Það var Laufey Valdimarsdóttir. En ég vann ekkert með henni. Hún VIÐTAL: SIGRÍÐUR HJARTAR andaðist erlendis skömmu eftir að ég gekk í félagið. María Knudsen var l'yrsti formaðurinn sem ég starfaði með. KRFÍ hel'ur á áttræðum ferli sínum átt 10 formenn og ég hef unnið með átta þeirra.“ - Hvað var nú fyrsta verkefni þitt á vegum félagsins? „Það fyrsta sem ég gerði í nafni fé- lagsins var að flytja erindi í Ríkisút- varpið um réttindamál kvenna, í tíma sem KRFÍ hafði þá ráð yfir. Það var í ágúst 1946. Þetta var jafnframt fyrsta útvarpserindi sem ég flutti." - Þú hefur þá þurft að tala í beinni útsendingu? „Já, upptökutæknin var þá lítt á veg komin. En ég hef alltaf verið sátt 37

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.