19. júní


19. júní - 19.06.1987, Síða 69

19. júní - 19.06.1987, Síða 69
hendi sinna nánustu, segir okkur að ofbeldi hefur tíðkast svo lengi sem konur muna. Hitt er aftur á móti satt að kvennabarátta seinni ára hefur opnað þessa umræðu, fært ofbeldið fram í dagsljósið og krafist þess að eitthvað verði að gert. M.a. hefur hún orðið til þess að athvörf fyrir konur og börn hafa verið opnuð í flestum löndum hins vestræna heims, hið fyrsta í Englandi árið 1972. Norðurlöndin fylgdu fljótt í kjölfarið, þrátt fyrir að margir efuðust um að vandamálið fyndist þar sem jafnrétti milli kynjanna var alllangt á veg komið. Reynslan sýndi hinsvegar að vandamálið var fyrir hendi, og þörfin veruleg. KVENNAATHVÖRFIN í OSLÓ OG REYKJAVÍK T~ essi athvörf kvenna eiga margt sameiginlegt og ber J Þá fyrst að telja hugmyndafræði og uppbyggingu. Að auki eiga þau það sammerkt að hafa starfað í nokkur X ár, aðsókn í þau hefur aukist jafnt og þétt, og bæði skrá þau raunasögur kvenna og barna sem við ofbcldis- aðstæður búa. Það gæti hinsvegar verið fróðlegt að bera saman þessa starfsemi, til að kanna hvort einhver munur sé á aðstæðum íslenskra kvenna og norskra og þá með til- liti til félagslegra, efnahagslegra og þjóðlegra þátta. Sem áður sagði hafa athvörfin sömu hugmyndafræði, og hluti hennar er, að ofbeldi gegn konum er glæpur, og því samfélagslegt vandamál. Samkvæmt þessu skal rekstur athvarfanna fjármagnaður af ríki og sveitarfélögum, og ber að líta á starfssemina sem einn þátt af veittri opinberri þjónustu. Kvennaathvarfið í Osló var stofnsett í maí 1978 með styrk frá ríki og bæ, en það tók hinsvegar þarlendar konur þrjú ár að sanna tilvist sína og tryggja athvarfinu fjárhags- legan grunn. Það má með nokkurri vissu segja að hefðu íslenskar konur ætlað sömu leið og stallsystur þeirra í Osló, væri stofnun og rekstur kvennaathvarfs ennþá hug- arfóstur framsækinna kvenna. Til þess að hrinda hug- myndinni í framkvæmd var ýtt af stað umfangsmikilli fjár- söfnun sem tókst afburða vel og allar undirtektir lands- manna hinar bestu. Með þessu fjármagni var síðan lagður grunnur að kvennaathvarfinu í Reykjavík. Þrátt fyrir að starfssemin hafi margfaldast og þörfin síaukist þá hefur kvennaathvarfið átt í erfiðri baráttu við að fjármagna starfssemi sína, hið opinbera hefur brugðist og þess í stað hefur athvarfið mátt treysta á framlög einstaklinga og einkaaðila. Þær konur sem lögðu grunn að starfsseminni og hafa jafnframt staðið í eldlínunni síðan, bæði hvað varðar skipulag, rekstur og kynningu, hafa allar gefið vinnu sína. Það hafa einungis verið greidd laun til þeirra kvenna sem sjá um daglegan rekstur athvarfsins og ganga þar vaktir. Það er hinsvegar hluti af hugmyndafræðinni bak við kvennaathvarfið að konur fái greitt fyrir sína vinnu, eins og hver annar í okkar samfélagi. Það hlýtur að geta talist þjóðfélagslega arðbært að liðsinna þeim sem minna mega sín og eru hjálpar þurfi. Ennfremur er konum ljóst að ein- mitt efnahagslegt ósjálfstæði þeirra, er ein af megin- forsendum fyrir því að konur eiga erfitt með að losna úr samböndum þar sem ofbeldi ræður ríkjum. SAMANBURÐUR Á KONUM i KVENNAATHVÖRFUM í OSLÓ OG REYKJAVÍK Innri samanburður á kvennaathvörfunum leiðir í ljós að vandamálið er það sama; þangað koma konur úr öllum stéttum á öllum aldri, með mismunandi langa skólagöngu að baki, jafnt útivinnandi sem heima- vinnandi. Þrátt fyrir þetta kemur verulegur munur í ljós ef grannt er skoðað. íslensku konurnar eru mun eldri, en þær norsku. Hér á landi eru 53% þeirra kvenna sem leita til kvennaathvarfs- ins 36 ára eða eldri, en í Osló eru 61% kvenna í sömu að- stæðum, 35 ára og yngri. Hugsanleg skýring á þessu, gæti verið að íslenskar konur leita fyrst annarra lausna, svo sem eins og til ættingja eða vina, og þá er kvennaathvarfið síðasta úrræði sem gripið er til. Þannig getur einnig verið að þær konur sent koma í kvennaathvarfið í Reykjavík séu búnar að þola lengur ofbeldi en stallsystur þeirra í Osló. Þetta styðja m.a. upplýsingar um það hvernig konur koma í kvennaathvarfið, eða með hvaða hætti konur fá upplýsingar um athvarfið. Um 42% kvenna koma í at- hvarfið í Reykjavík að eigin frumkvæði, en um 21% vegna þess að vinir eða ættingjar bentu þeim á það. Það er hinsvegar í 81% tilvika að þær koma að eigin frumkvæði í Osló og þær minntust aldrei á ábendingar frá vinum eða ættmennum. Um 19% kvenna hér á landi koma fyrir til- stuðlan lögreglu, samsvarandi tala fyrir Osló er 5%. Því er hér við að bæta að íslenska lögreglan hefur, í sumum til- fellum, notað athvarfið sem neyðarúrræði fyrir vímaðar konur, þar sem aðrar lausnir finnast ekki. Kvennaathvarf- 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.