Fréttablaðið - 09.06.2011, Page 18

Fréttablaðið - 09.06.2011, Page 18
9. júní 2011 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is Kortafyrirtækin funduðu í Seðlabankanum um mögu- legt bankahrun hálfum mánuði áður en þeir fóru á hliðina árið 2008. Samstarf- ið bjargaði því að hér varð ekki algjört kerfishrun, segir Viðar Þorkelsson, for- stjóri Valitor. Hefðu greiðslukort fólks ekki virkað þegar gömlu bankarnir fóru á hliðina hefði ríkt upplausn- arástand og fjöldi fólks orðið uppiskroppa með peninga bæði hér og þeir tólf þúsund Íslending- ar sem þá voru staddir erlendis. Viðar Þorkelsson, forstjóri kortafyrirtækisins Valitor, var með erindi á ráðstefnu fyrirtæk- isins í fyrradag þar sem hann kom inn á það hvernig tókst að halda greiðslukortakerfinu virku í bankahruninu. Hann rifjaði upp að lögð hafi verið fram neyðaráætlun á neyð- arfundi forsvars - manna greiðslukorta- fyrirtækjanna, fulltrúa Seðlabankans og fleiri um miðjan í septem- ber 2008. Þar hafi verið rætt um hugsanlegt fall bankakerfis- ins og leiðir til að halda greiðslu- kortakerf- inu í lagi s vo fó l k gæti notað kort sín því sem næst óhindrað. Tveimur vikum síðar féllu bankarnir einn af öðrum og nýir reistir á rúst- um þeirra. Greiðslukort virk- uðu eftir sem áður, bæði hér og utan landsteinnna. Hann bendir á að mjög hafi dregið úr notkun pen- inga í hagkerfinu síðustu árin. Þegar bankarnir fóru á hliðina hafi um sjötíu prósent af öllum viðskipt- um hér átt sér stað með greiðslu- kortum. Sumt fólk hafi verið búið að taka út peninga áður en bank- arnir féllu en aðrir lagt traust sín á greiðslukort. Því hafi verið lykilatriði að halda greiðslukortakerfinu virku, að sögn Viðars og bætir við að þegar nýir bankar voru reistir á rústum þeirra gömlu hafi þurft að tengja öll kortin við nýju bankana. „Það tókst og á tveimur dögum var komið í veg fyrir kerfishrun og algjöra upplausn,“ segir hann. Ofan á hrunið kröfðust bæði Visa og MasterCard þess að hætt yrði að gera upp í íslensk- um krónum. Visa vildi gera upp í Bandaríkjadölum en MasterC- ard í evrum. Þau kröfðust trygg- inga ellegar innkalla leyfi fyrir- tækjanna. „Valitor átti varasjóði sem hægt var að nota auk þess sem Seðlabankinn ábyrgðist að þetta væri í forgangi,“ segir Viðar. jonab@frettabladid.is Komu í veg fyrir upplausnarástand MÓTMÆLI VIÐ ALÞINGI Ástandið hefði getað orðið verra og algjör upplausn ríkt, hefði greiðslukortakerfið orðið óvirkt þegar bankarnir hrundu, að sögn forstjóra Valitor. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VIÐAR ÞORKELSSON „Þessi vaxtarsproti sem kominn er á legg var við það að visna. Það hefði verið afar miður ef þetta næsta flaggskip í íslenskri leikja- gerð hefði þurft að sökkva. Okkur þótti mikið til vinnandi að bjarga því,“ segir Eggert Claessen, stjórnarformaður leikjafyrirtæk- isins Gogogic og framkvæmda- stjóri samlagssjóðsins Frumtaks. Endurskipulagning á rekstri Gogogic hefur staðið yfir síðast- liðna tvo mánuði og var hnýtt fyrir á hluthafafundi á þriðjudag. Frumtak á þrjátíu prósenta hlut í Gogogic og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fimmtung. Stofn- endur fyrirtækisins eiga afgang- inn. Allir hluthafar og starfsfólk leggja til aukið hlutafé. Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri og einn stofn- enda Gogogic, segir hlutafjáraukn- inguna umtalsverða og tryggja reksturinn í eitt og hálft ár. Þótt endurskipulagningu sé ekki lokið hafi þótt óhætt að endurráða starfsfólk sem sagt var upp í var- úðarskyni í apríl. Vanda Gogogic má rekja til þess að tekjur af leikjum voru undir væntingum. Fyrirtækið hefur á móti nýverið gert dreifingar- og framleiðslusamninga við erlend fyrirtæki og erlendir fjárfestar sýnt Gogogic áhuga. „Að mörgu leyti voru skilyrði félagsins betri en nokkru sinni á sama tíma og nauðsynlegt var að endurfjármagna félagið. Ef vel tekst til verðum við búin að ná virkilega góðri fótfestu á mark- aðnum,“ segir Jónas. - jab Hluthafar hjálpa Gogogic og starfsfólk er endurráðið: Komu í veg fyrir að flaggskipið sykki JÓNAS BJÖRGVIN Á sama tíma og leikjafyrirtækið Gogogic náði góðum samningum í útlöndum fyrir skömmu var nauðsynlegt að endurfjármagna reksturinn. „Þetta var eins og að vera með annan fótinn í köldu vatni en hinn í heitu,“ segir forstjórinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 200 PUNKTAR eru skuldatryggingarálagið á íslenska ríkið. Það hefur ekki verið lægra síðan um miðjan júní árið 2008. Hæst fór það í tæpa 1.500 punkta í bankahruninu í október 2008 en hefur lækkað jafnt og þétt frá því í febrúar í fyrra. Tvö hundr- uð punkta álag merkir að borga verður tvö prósent af nafnverði skuldabréfs til fimm ára til að tryggja það gegn greiðslufalli. Opnunartími: Mán-Fös. kl: 10-18 Laug-Sun. kl: 12-16 Fossháls 5-7 l 110 Reykjavík Sími 551 5600 l utilegumadurinn.is Dethleffs 2011 frá Þýska hjólhýsarisanum Frá þýska hjólhýsarisanum Dethleffs sýnum við hjólhýsi í hæðsta gæðaflokki með ríkulegum staðalbúnaði þar sem gæði og falleg hönnun fara vel saman Verð: 5.298.000kr 560 SK Camper Style Lengd utanmál 8,12 m. Innanmál 6,10 m. Breidd 2,50 m. Verð: 4.248.000kr 510 DB Camper Lengd utanmál 7,28 m. Innanmál 5,25 m. Breidd 2,30 m. Verð: 5.698.000kr 560 SB Nomad Lengd utanmál 8,12 m. Innanmál 6,10 m. Breidd 2,50 m. Með Alde hitakerfi Verð: 4.798.000kr 510 V Nomad Lengd utanmál 7,28 m. Innanmál 5,25 m. Breidd 2,30 m. Alde hitakerfi 310.000kr

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.