Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Blaðsíða 86

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Blaðsíða 86
80 Georg Brandes. IÐUNN Á stríðsárunum og þar á eftir skrifaði Brandes fjölda ritgerða, er hann síðan safnaði í tvær bækur: »V/erdens- krigen* og »Tragediens anden Del« (friðarsamningarnir). Þessar bækur bera því sterkt vitni, hvílíkur andlegur þróttur bjó í þessum öldungi á áttræðisaldri og hve víð- sýnn hann var og sjálfstæður. I iðustraumi ófriðaræsing- anna stóð hann eins og klettur í hafi, í fullum öruggleik um eigið verðgildi og dómgreind. Aðeins einu hliðstæðu dæmi man eg eftir — dæmi, sem vér Islendingar ætt- um sízt að gleyma: Klettafjallaskáldið, sem um sama leyti og út frá sömu forsendum kvað Vígslóða. Á þessum stað er ekki unt að gera nánari grein fyrir þessum bókum Brandesar, sem óhætt er að telja meðal hinna meiri háttar afreka hans. Enginn maður, sem leita vill sannleikans um þessi efni, getur gengið fram hjá þeim. Brandes kemtir víða við og hikar ekki við að segja mektarmönnum þessa heims til syndanna. Með nístandi kaldhæðni talar hann t. d. á einum stað um öskurapann og mun sá kafli eiga sérstakt erindi við enska þjóðmálagarpinn Lloyd George: Oskurapinn telst til hinnar breiðnefjuðu apagreinar, er óvenju þrekvaxinn og höfuðstór. Á tungubeini hans er blöðrukent æxli, sem eykur raddstyrkinn að miklum mun. Mestan hluta æfi sinnar er hann að öskra. Þess á milli étur hann og sefur. 1 dýrafræðinni skipar öskurapinn samt sem áður fremur lágan sess. Á sviði stjórnmálanna leikur hann aftur á móti risahlutverk. Stjórnmála-öskurapinn þekkist frá frænda sínum úr dýrafræðinni fyrst og fremst á pyngjunni, sem hægt er að fylla, í öðru lagi á heilanum, sem hægt er að æsa. Stjórnmála-öskurapinn endurtekur í sífellu það hremmyrði, sem honum hefir verið kent síðast. Með drynjandi röddu og af móði miklum romsar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.