Jazzblaðið - 01.12.1951, Page 12

Jazzblaðið - 01.12.1951, Page 12
AZZ I EVROPU Leonard Feather jazzgagnrýnandi og einn af ritstjórum hins útbreidda Banda- ríska músíkblaðs Down Beat fór til Evrópu síðastliðið sumar, þeirra erinda að kynna sér jazzmúsík í Evrópu. Hann hefur skrifað greinar um ferð sína og hafa þær birzt í Down Beat. Hér fer á eftir útdráttur úr þeim, en þegar þetta er ritað, hafa fjórar verið birtar. Þar minnist hann á jazz í Svíþjóð, Englandi og Frakklandi. „Utan Bandaríkjanna finnst hvergi í heiminum eins góður jazz og í Svíþjóð. Þó að þessi fullyrðing sé kannski fjar- stæðukennd, þá eru staðreyndir fyrir hendi — staðreyndir, er Charlie Parker, Stan Getz og fleiri Bandarískir jazzleik- arar, sem hafa verið þar geta bent á. Litlar Be-bop hljómsveitir leika í sænska útvarpinu tvisvar eða þrisvar í viku. — Jazzklúbbur kynnir plötur og flytur er- indi og er þessu einnig útvarpað. Það eru tvö jazzblöð, sem að miðað við fólks- fjölda eru miklu útbreiddari en Down Beat. Mörg blöð og tímarit hafa sér- staka dálka, sem jazzinum eru helgaðir. Plötur eru margar gefnar út og eru jazz- leikararnir, sem leika á þeim allir mjög góðir. Væru þeir í Bandaríkjunum, mundu þeir verða í hópi hinna tíu beztu í Down Beat kosningunum". í grein sinni um sænskan jazz talar Feather lítið um einstaka menn, þar sem hann segist ætla að geta þeirra ýtar- legar seinna í blaðinu. Mun það senni- Þýtt og endursagt úr greinum eftir Leonard Feather lega verða um það leyti, er plötur þær, sem hann lék inn á með sænskum jazz- leikurum verða gefnar út í Bandaríkj- unum. Hvað viðvíkur dönskum jazzi, þá segir Feather fátt um hann nema hvað hann minnist á hljómsveit Bruno Henriksen, sem leikur í Tívoli, sem sæmilega ,,mo- derne“ hljómsveit. í Kaupmannahöfn var Hans Jörgen Pedersen leiðsögumað- ur hans, en hann er ritstjóri nýs jazz- blaðs þar, sem ber nafnið „Musik Jour- nalen og Jazzinformationen". Pedersen er á sama máli og Feather hvað viðkemur jazzinum í Danmörku. En engu að síður telur Feather að ekki sé landið dauða- 12 faiua Svend Asmussen jiðluleikari, jremsti jazzleikari Dana.

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.