Jazzblaðið - 01.12.1951, Page 13

Jazzblaðið - 01.12.1951, Page 13
dæmt végna þess, ,,að Dartmork hefur alið einn mikinn jazzleikara, svo mikinn, að hann dvelur ekki í landinu nema lít- inn hluta ársins“. Hér á hann við Svend Asmussen. Síðan talar hann um Svend og tel ég ástæðulaust að taka það upp hér, þar sem blaðið hefur ýtarlega kynnt þennan ágæta jazzsnilling. Feather lætur grein sína um jazz í Frakklandi byrja á vísu eftir Prof. Mc. Siegel, og birtist hún hér, því að hún lýsir einmitt jazzáhuga Frakka: The Prance they are a funny race They judge a jazzman by his face And if they find it’s dark enough They say he plays the coolest stuff But when they see he’s pale as Shearing They know at once he ain’t worth hearing. Sé jazzleikarinn svartur, þá er hann góður, segja Frakkarnir. — Plötur með hvítum bandarískum jazzleikurum selj- ast þar mjög lítið. — Menn eins og Stan Kenton, Kai Winding, Lennie Tristano, Bill Harris og fleiri hvítir jazzleikarar þekkjast ekki í Frakklandi. Dixieland-jazzinn er þeirra eina yndi og er þar fremst hljómsveit undir stjórn Johnny Dankworth, enskur saxójónleikari á heimsmœlikvarða. píanóleikarans Claude Bolling. PlÖtur eru margar gefnar þar út, engu að síður en í Svíþjóð, og eru plötufyrirtækin mörg. í Frakklandi rakst Feather á nokkra ameríska jazzleikara og þá helzt negra, því að sumir þeirra kjósa heldur að leika þar en í Bandaríkjunum. í Frakklandi ber sem sé ekkert á kynþáttahatri. Don Byas tenórleikari hefur verið í Frakk- landi í fimm ár og anar tenóristi í rúm þrjú ár, er það James Moody. Sidney Bechet sópransaxófónleikari hefur einnig af og til leikið í Frakklandi undan- farið. í Englandi var Leonard Feather svo heppinn að vera áheyrandi að síð- ari jazzhljómleikum þeim, sem haldnir voru í tilefni Bretlandshátíðarinnar. — Á þessum síðari hljómleikum komu að- eins fram þær hljómsveitir, sem léku nútíma jazz og fannst Feather lang mest koma til hljómsveitar. Johnny Dank- worth. Dankworth sjálfan taldi Feather sérstaklega góðan jazzleikara. Hann nefnir einnig nokkra nokkra aðra enska jazzleikara, sem honum fannst ágætir, en heldur fannst honum hljómsveitirnar vera undir áhrifum vissra Bandarískra hljómsveita, svo sem Norman Burns kvintettinn, sem stældi Shearing kvint- ettinum og tvær hljómsveitir komu fram á hljómleikunum, sem líktu eftir Stan Kenton hljómsveitinni. S. G. tók saman. Sagt i .lazzblaítinu „Þeir, sem ætla að fylgjast með jazzin- um, verða að gera sér grein fyrir breyt- ingum þeim, sem hann tekur. Þeir, sem ekkert sjá (og heyra) annað en jazz þann, sem leikinn var fyrir 20—30 árum, eru jafn langt „úti að aka“ og maður, sem heldur því fram, að fyrstu Fordbílarnir séu betri en þeir, sem núna eru framleiddir". Svavar Gests, 2. tbl. ’48. ’axxLfaíií 13

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.