Jazzblaðið - 01.12.1951, Page 14

Jazzblaðið - 01.12.1951, Page 14
EINU I ANNAÐ ÚR í 5.—6. tbl. Landnemans, sem út kom ekki alls fyrir löngu voru tvær prýðileg- ar greinar. Sú fyrri var eftir Kjartan Guðjónsson listmálara, bróðir Vilhjálms Guðjónssonar hljóðfæraleikara. Grein Kjartans heitir Skuggamyndir og segir frá dvöl hans í USA fyrir nokkrum ár- um. Greinin er einstaklega vel og skemmtilega skrifuð, þó að í henni gæti nokkurrar fyrirlitningar á bandarísku þjóðfélagsskipulagi. En engu að síður bendir allt til, að Kjartan gæti hæg- lega framfleytt lífinu sem rithöfundur, ef aðsókn skyldi minnka að September- sýningunum, og þó er hann að jafnaði sér í flokki þar. Hin greinin, og sú, sem blaði þessu stendur nær að minnast á, heitir „Jazzinn og þróun hans“. Ér hún eftir Danann Sven Möller Kristensen, sem m. a. hefur skrifað bók um jazz. Grein þessi er sérstaklega fróðleg og skal mönnum ráðlagt að lesa hana. — Þýðingu hennar hefur „0. H.“ annast og er málið á henni helzt til háfleygt, svo að sett sé út á eitthvað. S. G. SKAGAMADUR hefur sent blaðinu bréf og óskar að fá svar við eftirfarandi spurningum: 1. Hvað er trompetleikar- inn Bill Coleman gamall og hvar leikur hann nú? 2. Mun ekki framhaldssagan, „Trompetleikarinn", sem eitt sinn var í blaðinu halda áfram? 3. Væri hægt að fá birt á nótum lagið „Maybe you’ll be there“? SVAR: 1. Bill Coleman er 46 ára og hefur hann leikið í París undanfarna mánuði. 2. Saga þessi mun því miður ekki geta haldið áfram í blaðinu og var á sínum tíma skýrt frá hvers vegna. 3. Lag þetta, eða önnur lög, treystir blaðið sér ekki til að birta, þar sem kostnaður við að birta lög er allt of mikill. MELODY TIME, hin skemmtilega lit- kvikmynd og um leið teiknimynd Walt Disney var sýnd í Gamla Bíó ekki alls fyrir löngu. Þetta var, eins og allar aðrar Disney myndir, mjög skemmtileg mynd. Músikin í henni var mjög góð, en hafi einhver búizt við að heyra jazz, þá hefur sá hinn sami orðið fyrir vonbrigð- um. —Stjörnubíó sýndi aftur á móti mynd fyrir alllöngu og bar hún íslenzka nafnið „Dægurlagagetraunin". — Nafn- giftin á myndinni var álíka gáfuleg og að skýra kjötverzlun Sápuhúsið eða ann- að þvíumlíkt. Það voru margar ágætar senur í myndinni, eins og t. d. með Gene Krupa og hinum skemmtilega söngvara Frankie Laine. Annar söngvari að nafni Jack Smith lék allstórt hlutverk í mynd- inni og skil ég ekki í hvernig á því hefur staðið, nema að pabbi hans hafi átt kvik- myndafyrirtækið, því að söngur manns- ins var „alveg síðasta sort“. s.g. VEGNA RÚMLEYSIS verSa nokkur bréf að bíða næsta heftis. Enn einu sinni skal athygli lesenda vakití á því, að nafnlaus bréf verða ekki birt og ekki svarað. Sendið fullt nafn og heimilisfang með bréfunum. Þau verða engu að síður birt undir dulnefni eða skammstöfun. 14 JazztUiá

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.