Jazzblaðið - 01.12.1951, Page 16

Jazzblaðið - 01.12.1951, Page 16
C.fí-vC %\^av5Ci'C Undanfarin ár hafa margar nýjar stjörnur komið fram 1 Bandaríkjunum, er leikið hafa á tenór-saxófón. Ber þar fyrst og fremst að nefna Stan Getz, sem undanfarin tvö ár hefur verið fremstur í kosningum músikblaða þar vestra. — Síðan koma nöfn eins og Warne Marsh, sem leikið hefur með Tristano, Allan Eager, Brew Moore, A1 Cohn, Herbie Stewart, og nú síðast Sonny Stitt, sem lengi var fyrirtaks altósaxófónleikari, og aðiokum Jack „Zoot“ Sims. Fyrir tæpum tveim árum lék Woody Herman hljómsveitin inn á plötu lag að nafni „Four brothers“. Það sem er merkilegast við þessa plötu, er samsetn- ing saxófón-sectionarinnar. — í stað tveggja altóa, tveggja tenóra og bari- tóns voru notaðir þrír tenórar og bari- tónn. Þessi samsetning vakti geysilega athygli og platan seldist í þúsunda tali. Þeir, sem léku á saxófónana voru ein- mitt Zoot Sims, Stan Getz, Herbie Stewart og síðan baritónleikarinn Serge Chaloff. Það er hægt að heyra Zoot Sims á fleiri plötum með Herman hljómsveit- inni, heldur en þeirri, sem ég þegar hef nefnt. Þó að jafn góður sólóisti og Stan Getz hafi verið í hljómsveitinni, þá fékk Zoot einnig sínar sólóar, því að engum duldist, að hér var óviðjafnanlegur snill- ingur á ferðinni. Meðal þessara platna eru „Keen and Peachy“, sem hann lék með hljómsveitinni, síðan koma „Keeper of the Flame", „My Pal Gon- zales“ og „That’s Right“. Þar sem plöturnar hafa fengizt hér, tel ég rétt að gefa nánari upplýsingar um þær, sem ég vona að komi einhverj- um að notum. Niðurskipun raddanna á „Four Broth- er“ og „Keen and Peachy“ er nefnilega dálítið einkennileg. í fyrsta chorusnum skiptist fyrsta rödd á milli tenóranna, fyrst hefur Getz 4 takta, síðan Zoot tvo og þá Stewart tvo, þannig gengur það allan chorusinn, með sama taktafjölda á hvern mann. Sólóarnar skiptast þannig, að Zoot hefur fyrstu, síðan síðan Chal- off á baritóninn, þá Stewart og síðan Getz. Jack „Zoot“ Sims fæddist í Inglewood í Kaliforníu 29. október 1925. Hann byrjaði að leika á trommur á unga aldri, en ellefu eða tólf ára gamall fór hann að leika á klarinet og stofnaði skóla- hljómsv. með bróður sínum Ray, er verið hefur trombónsólóisti með Les Brown. Fimmtán ára gamall fór hann að leika á tenór og var nú skólahljómsveitin orðin nokkuð stór, eða fimmtán manns. Þeir léku aðallega Basie-útsetningar, eftir því sem Zoot segir, en sjálfur reyndi hann að líkja eftir Ben Webster. Ungur trombónleikari að nafni Earl Swope, sem síðar átti eftir að leika með Woody Herman opnaði augu Zoot fyrir tenóristanum Lester Young, og segir Zoot að Lester hafi haft hvað mest áhrif á þá saxófónleikara, sem komu fram um svipað leyti og hann. Þetta sama hafa flestir aðrir hinna yngri tenórista einnig sagt. 16

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.