Jazzblaðið - 01.12.1951, Síða 17

Jazzblaðið - 01.12.1951, Síða 17
Nokkru eftir að Zoot var fimmtán ára, fór hann að leika með atvinnu- hljómsveitum. Fyrst í stað voru það danshljómsveitir, sem fæst okkar kann- ast við hér á landi og tel ég ástæðu- laust að telja þær upp. Engin vafi leikur samt á, að Zoot hefur verið í stöðugri framför, því að árið 1944 er hann kom- inn í hljómsveit Benny Goodman. Hann lék inn á margar plötur með hljómsveit- inni, m. a. nokkrar V-disc plötur, en aldrei fékk hann sóló. Maður fær fyrstu sannanirnar fyrir hæfni hans á plötum í lögunum „Pickin’ at the Pick“ og „Ge- orgia on my mind“ á Commodore plötu, sem hann lék inn á með hljómsveit Joe Bushkin, en Joe hafði verið píanóleikari hjá Goodman. Þegar hann hætti hjá Goodman fór hann til vesturstrandarinnar, þar sem hann lék á næturklúbbum, um skeið í hljómsveit trommuleikarans Sidney Cat- lett. Síðan var hann tekinn í herinn, þar sem hann var í tvö ár og lék hann þá í her-danshljómsveitum. Að herþjónustu lokinni fór hann aftur til Goodman og var í hljómsveit þeirri, er Goodman var síðast með þetta ár, þeirri er leystist upp, eftir að hún hafði leikið um skeið á „Club 400“ í New York. Hann brá sér aftur til vesturstrandarinnar ög byrjaði í hljómsveit með þeim Stan Getz, Herbie Stewart og Jimmy Giuffre, þar sem þeir voru með fjóra tenóra. Þar varð lagið „Four Brothers“ til, sem þeir léku síðar inn hjá Herman og var það samið af Jimmy Giuffre. Jimmy tók síðar sæti Zoot, þegar hann hætti hjá Herman. Hljómsveit þeirra félaga fékk lítið að gera og Zoot hafði ekki mikið að gera þangað til hann réðist til Woody 1947. Woody Herman hafði þá í heilt ár verið án hljómsveitar. — í hljómsveit þeirri, er hann var með síðast, voru menn eins og Chubby Jackson, Flip Phillips, Bill Harris, Pete Candoli, Don Lamond og margir fleiri engu lakari jazzleikarar. Fáir þessara manna voru með í hljómsveit þeirri, er Herman stofn- aði 1947, svo að ekki leit út fyrir, að honum mundi takast að ná þeim vin- sældum, er hann hafði áður. Þetta fór nú samt á annan veg. Hann réði til sín hóp ungra jazzleikara, allir með svipað- ar hugmyndir, þ. e. a. s. þeir voru fylgj- endur nútíma-jazzins. A örskömmum tíma varð hljómsveitin alls ráðandi í jazzheiminum og vafi leikur á, hvort Herman hljómsveitin hefur nokkurn tíma verið jafn góð og einmitt þetta ár. Því miður hafa fáar plötur með henni komið hingað, en þær tvær, er að fram- an getur, bera þess fyllilega vitni, að hljómsveitin var alveg einstök. Zoot varð samt þreyttur á hinum erf- iðu ferðalögum hljómsveitarinnar og hætti. Fór hann til Buddy Rich, sem þá var með mjög góða hljómsveit. Hljóm- sveitin lék í New York, en þegar hún fór þaðan varð Zoot eftir, því að hann JazdUiS 17

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.