Jazzblaðið - 01.12.1951, Side 19

Jazzblaðið - 01.12.1951, Side 19
Don Marino segir frá: i leit að jazzi innan um spánska alþýðutónlist Þetta tækifæri ætla ég að nota til þess að þakka öllum vinum mínum fyrir það, hve hlýlega þeir hafa alltaf tekið á móti mér, þegar ég hef komið heim úr löng- um ferðum, og hve hjartanlega ég hef verið boðinn velkominn. í þetta sinn ætla ég að segja lítils- háttar frá almennri tónlist á Spáni eins og hún hefur komið mér fyrir sjónir, því að undanfarna tólf mánuði hef ég dvalizt þar af og til. Eftir því sem mér virðist hefur jazz enn ekki náð nema fremur takmarkaðri útbreiðslu meðal Spánverja. Að vísu hef- ur landið haft mikla sérstöðu vegna einangrunar næstum áratug, en auk þess koma til greina fleiri ástæður fyrir því, að jazzmúsik er enn langt frá því að vera almenn eða í meiri hluta hvað snertir vinsældir meðal íbúa landsins. — Þessa verður maður var á skemtistöð- um, en auk þess flytur útvarpið þar teljandi lítið slíka tónlist, og má af því marka nokkuð um það, að jazzinn hefur ekki haft þar varanleg áhrif enn. Að vísu sendir útvarpið í Andorra einstaka sinum út jazz, en þess verður að gæta, að það er fyrst og fremst auglýsinga- útvarp og að hálfu leyti frönsk stöð. En auk fyrrverandi einangrunar tel ég helztu ástæðuna fyrir jazzleysi lands- ins vera þá, að Spánverjar eiga mjög mikið af þjóðlegri danstónlist, sem skip- ar svo ríkan og rótgróinn sess í hugum fólksins, að ég tel hæpið að jazz nái verulegri útbreiðslu á næstu árum, nema ef vera skyldi í stórborgunum, þar sem íbúarnir eru í minni snertingu við hið gamla rótgróna en þeir, sem búa í sveit- um og þorpum, auk þess, sem ný áhrif ná ætíð örar fram í borgunum og er- lendra strauma gætir meira. Einstaka jazzleikarar hafa heimsótt Spán og hefur þeim verið vel tekið, en þeir eru. enn teljandi, sem þar hafa verið af hinum heimsþekktari snillingum á sviði jazz- ins. Og ekki er hægt að .neita því, að hljómsveitir í borgunum reyna að leika nútíma dansmúsik, en ég hef aldrei heyrt þeim takast vel. Hips vegar ríkir hin gamla spanska tónlist sem dansfyrir- leikur, og skemmtiatriði eru einkum fólgin í flutningi hinna sígildu gömlu mansöngva. Spánska sönglagið, canción, „DON MARINO“ á eina af sínum skemtilegu greinum I þessu hefti. Lesendur blaðsins hafa verið mjög ánægðir með hinar fyrri greinar „Don Marino", en þær komu í 12. tbl. síðasta árgangs og 3—4 tbl. þessa ár- gangs. „Don Marino", eða öllu heldur Marinó Guðmundsson, hefur ferðast víða um heim undanfarin ár sem loft- skeytamaður á Arnarfellinu. Hann hef- ur jafnan leitað uppi þá staði, þar sem músik hefur verið að hafa og segir hann frá þessu 1 greinum sinum. Marinó er fyrir nokkru hættur á Arnarfellinu, og er hann um þesar mundir staddur 1 Hollandi, þar sem hann er að leita fyrir sér um stöðu á skipi. Mun hann senda blaðinu fleiri greinar, er fram líða stundir, af æfintýrum þeim, er hann kann að rata í meðal erlendra músik- anta. jazzLUlí 19

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.