Jazzblaðið - 01.12.1951, Qupperneq 22

Jazzblaðið - 01.12.1951, Qupperneq 22
 HEIMSÓKN Hin nýja plötu og músikdeild Fálkans hefur nú verið opin í eitt ár, og í tilefni af því brá ég mér upp á Laugaveg fyrir stuttu síðan, þeirra erinda, að spyrja Harald ÓlafsSon, framkvæmdastjóra Fálkans, nokkurra spurninga um fyrir- tækið. Á skrifstofunni var mér tjáð, að Haraldur væri í verzlunarerindum í Englandi og væri ekki væntanlegur fyrr en seint í nóvember. Greinin varð að komast í prentsmiðjuna miklu fyri’ en það, svo að ekki gat ég beðið eftir Har- aldi, heldur gekk niður í verzlunina og rabbaði við Ólaf Jónsson, en hann kann- ast sennilega allir við, sem plötum safna hér í bæ. Ólafur hefur unnið í Fálkanum í sex ár, og er varla til sú plata, sem hann ekki þekkir, enda velur hann allar plöt- ur fyrir verzlunina, ásamt framkvæmda- stjóranum. Ólafur sagði, að það væri lang mest spurt eftir dansplötum, með dægurlög- um þeim, er vinsælust væri í það og það skiptið. — ,,Að sjálfsögðu eru jazzplöt- ur mikið keyptar, en ekki eins almennt“, sagði hann ennfremur, „það er viss hóp- ur manna, sem kaupir jazzinn“. Þegar ég spurði hann um, hvers konar jazzplötur væru helzt keyptar, sagði hann, að það væri George Shearing og Fats Waller. Margir vildu líka Gene Krupa plötur og enn aðrir Louis Arm- strong. Það væru aðallega þeir yngri, er keyptu Be-bop plötur, en hinir eldri keyptu Dixieland plötur, ásamt Arm- strong og öðrum vinsælum jazzleikurum í hópi þeirra eldri. í FÁLKANN Ólafur hefur mikinn áhuga fyrir jazz og þykir honum skemmtilegast að hlusta á eldri meistarana eins og Waller, Ell- ington og Armstrong. Shearing finnst honum einnig mjög skemmtilegur, og þá einnig Charlie Parker. Annars er Ólaf ekki alltaf að hitta í verzluninni, hann er stundum í kjallar- anum, þar sem lagerinn er. . Þar situr hann og grúskar í plötulistum og ákveð- ur hvað við fáum næst. Eða þá, að hann er að í óða önn að flokka sundur pöntun, sem hefur verið að koma og á að fara upp í verzlunina. Meðan Óli er niðri, er það Gerd, sem sér um afgriðslustörfin. Hún er fædd í Noregi, eins og heyra má á íslenzk- unni hennar, en hér á landi hefur hún verið í ellefu ár og afgreitt í Fálkanum í átta ár. Gerd hefur gaman af allri músik. — Daginn, sem ég leit upp eftir, var hún að hlusta á plötur með klassiska píanóleik- aranum José Iturbi, en ekki fannst henni hann nógu skemtilegur. Bæði Gerd og Ólafur segja, að það sé einkar gaman að afgreiða í Fálkan- um. Þau eru löngu komin yfir það, að vera leið á að hlusta á plötur daginn út og daginn inn, það er meira að segja svo, að komi ekki viðskiptavinur inn til að hlusta á plötu, þá spila þau bara fyrir sig sjálf. En það er nú kannske auðveld- asta aðferðin til að geta leyst erindi hinna óteljandi viðskiptavina, að vera sem bezt með á nótunum og þekkja sem flestar plötur af eigin reynslu. Ég kom í allmargar plötuverzlanir í

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.