Jazzblaðið - 01.12.1951, Síða 37

Jazzblaðið - 01.12.1951, Síða 37
tnest umtalaði jazzleikari í Bandaríkjunum um þessar mundir. Plötur, sem hann lék inn á með hljómsveit sinni í Boston seljast óvenjulega vel og þykja mjög góðar. Hljóm- sveit hans var að nokkru leyti áhugamannahljómsveit, því að þeir spiluðu lítið sem ekkert opinberlega. EVRÓPA f MEZZ MEZZROW klarl- netleikari hefur leikið i París undanfarnar vikur. Til mála hefur komið, að hann fái trommuleikarann Zutty Single- ton og trompetleikarann Lee Collins frá Bandaríkjunum til að leika með sér. f ALAN DEAN, vinsœlasti dœgurlagasöngvari Englands er nýfarinn til Bandarikjanna. í ráði er, að hann komi fram í sjónvarpi og eins á nœtur- klubhum. t JAZZ JAMBOREE, það þrettánda í röðinni, var hald- lð I London í miðjum október. Allar fremstu og þekktustu hljómsveitir Englands léku þar. Og segir Steve Race, gagn- rýnandi Melody Maker, að hljómsveit trommuleikarans Jack Parnell hafi staðið sig bezt. f HLJ ÓMSVEITARKEPPNI þeirri, er fram fer í Englandi árlega meðal áhugamanna hljómsveita er nýlega lokið. — Hljómsveit sú, sem sigraðl, var undir stjórn Arthur Row- berry. Trompetleikari hljóm- sveitarinnar, Harry Smart, var kosinn Bezti hljóðfœraleikar- inn. — Hljómsveit þessi hlaut einnig fyrstu verðlaun i fyrra og hefur hún haft það mikið að gera, að eftir úrslftahljóm- leikana, ákváðu þeir að ger- ast atvinnuhljómsveit. f LEE KONITZ altósaxó- fónleikari og Tyree Glemi trombón og- vibrafónleikari, komu til Svíþjóðar 19. nóvem- ber, þar sem þeir munu leika i nokkra daga á hljómleikum víða um landið, með aðstoð sænskra hljómsveita. f PUTTE WICKMAN hefur nýlega skipt um bassaleikara i sextett sínum. Hasse Burman tók sæti Roland Bengtsson. f ÁKE PERSSON, ungur sænskur trombónleikari, sem var uppgötvaður fyrir nokkr- um mánuðum, er um þessar mundir athyglisverðasti jazz- leikari Svía. Þeir amerískir jazzleikarar, sem hafa ferðazt i Svíþjóð undanfarna mánuði, telja Áke vera mjög færan. — — Babs Conzales söngvarinn bandaríski, segir Áke koma næst þeim J. J. Johnson og Benny Green, en það eru sem kunnugt er, fremstu Bop- trombónleikarar USA. INNLENT. / HAUKUR GÍSLASON út- sölumaður Jazzblaðsins í Vest- mannaeyjum hefur dvalið í Reykjavík i nokkrar vikur og numið klarinetleik hjá Gunn- ari Egilson. Sigurður Þórarins- son trommuleikari hefur gegnt starfi Hauks sem útsölumaður blaðsins á meðan. Sigurður sendi blaðinu fréttabréf frá Eyjum fyrir nokkru. Segir hann þar m. a„ að góðkunn- ingi okkar Höskuldur Þórhalls- son æfi nú trompet af miklu kappi og yfirleitt æfi þeir reykvisku hljóðfæraleikarar, sem nú leika í Eyjum, allir af miklu kappi og megi þeir, sem í höfuöborginnl sitja vara sig á þessum köppum, þegar þeir koma aftur úr víkingi. f BJÖRN R. EINARSSON er nú farinn að leika í sam- komuhúsinu Röðli við Lauga- veg, en þar eru skemmtanir haldnar á vegum SGT. — Hljómsveitin er skipuð sex mönnum, hinum sömu og léku með Birni innan um skepnur og útlendinga í Skerjafirði fyrir nokkru, og þá á vegum SIBS. f GUÐNI GUÐNÁSON har- moniku- og píanóleikari er farinn að leika með hljómsveit Haraldar Guðmundssonar í Café Stjörnunni í Vestmanna- eyjum. Tók hann sæti Árna Elfar píanóleikaraa. _ J* AÐALFUNDUR Jazzklúbbs íslands var haldinn 26. nóv. síðastl. Stjórnarkjör fór fram á fundinum og voru eftirfar- andi kosnir: Svavar Gests form., Ólafur Jónsson gjald- keri, Örn Ævar Markússon ritari, Asdis Alexandersdóttir og Gísli Jakobsson meðstjórn- endur. Varamenn: Einar Jóns- son og Kristján Kristjánsson. — Kosinn var ennfremur fé- hirðir, er verður gjaldkera til aðstoðar við innheimtu félagS- gjalda o. fl„ og hlaut Runólfur Ólafsson kosningu. Endurskoð- endur voru kosnir Björn R. Einarsson og Helgi Helgason. — Einhugur ríkti á fundinum um starfsemi klúbbsins og komu margar uppástungur fram, um að gera hana enn fjölbreyttari. / PÉTUR URBANCIC bassa- leikari leikur nú með hljóm- sveit Þórarins Óskarssonar í Listamannaskálanum tvö til þrjú kvöld í viku (á laugard. er hann í Gúttó). Pétur tók sæti Guðna Guðnasonar, sem fór til Vestm..eyja rétt áður en Þórarinn og hljómsveitín byrjuðu í Listamannaskálah- um. Fór Guðni til að leysa Höskuld Stefánsson af hólmi í tvær vikur, þar sem Hösk- uldur þurfti að leita sér lækn- inga. f ÞÓRÐUR FINNBJÖRNS- SON og KRISTJÁN JÓNSSON útsölumenn Jazzblaðsins á ísa- firði hafa sent blaðinu stutt fréttabréf, þar sem þeir færa þær fréttir að hljómsveit sú, er leikið hefur að Uppsölum sé nú farin að leika í Alþýðu- húsinu. í hljómsveitinni eru Vilberg Vilbergsson, tenór-sax„ (hann er bróður G. Vilbergss. tromptl.), Haukur Sigurðsson trompet; Finnbj. Finnbjörns- son, pianó (hann og Þórður eru bræður Guðm. Finnbjörns- sonar altó- og \ fiðluleikara). Fjói'ði maður hljömsveitarinn- ar er Erich Hubner, sem leikur á trommur: — Flmmti maður- inn mun ef til'ij vill bætast í hljómsveitina bráðlega. Heitir hann Hörður Þorsteinsson og leikur á altó. • Hljómsveitin leikur talsvert útsett, m. a. út- setningar frá Ófafi Gauk. — Tvær aðrar hljömsveitir eru einnig á ísafirði og leika þær báðar gönilú dahsana. — Þeir Þórður ög Kristján leika •ásamtt tveimur öðrum ungum piltum í hljómsveit' í Gagn- fræðaskólanum. Hljóðfæra- skipuner: trompet, harmopika, píanó og trommur. jazzLUií 37

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.