Jazzblaðið - 01.12.1951, Side 38

Jazzblaðið - 01.12.1951, Side 38
Síðasti valsinn Framhald, af bls. 33. opna þriðju flöskuna. „Ef skipstjórinn kemst að þessu, þá verðum við reknir í Saigon", sagði ég. „Hvað eigum við að gera af okkur þar“. Artie yppti öxlum. „Við getum stofnsett ópíumkrá. Allir reykja ópíum í Saigon, og ef við gugn- um á því, þá innritum við okkur í út- lendingahersveitina í Tonking“. Herra Hartford fálmaði í heyrnartækið sitt og spurði, hvort enginn vildi vera svo góð- ur að tala hátt, svo að hann gæti fylgst með, hvað verið væri að tala um. Þegar við útskýrðum fyrir honum áætlun okk- ar, kinkaði hann alvarlegur kolli. Hann stóð upp, tók einn stólinn, lyfti honum og reyndi þunga hans, og kastaði honum svo skyndilega fyrir borð. Allir æstust upp. Petro kastaði borði og öðrum stól, og sagði, að þetta væri fyrir hafmeyju, sem vildi búa herbergi sitt húsgögnum, og ég fylgdi á eftir með öll glös og eld- spýtuhylki, öskubakka og flöskur, sem ég náði í. Herra Hartford og Artie voru þegar önnum kafnir við píanóið. Herra Hart- ford sagði, að svona gamalt og ljótt píanó væri svo til einskis virði í amer- ískum peningum, og hann mundi glaður borga það. Við fengum okkur annað glas, og ýttum síðan píanóinu yfir að borð- stokknum. Veitingamaðurinn og þilfars- þjóinn horfðu á af mikilli athygli. Herra Hartford var orðinn móður og hafði næstum því misst heyrnartækið sitt. — Artie stakk upp á því, að við sveipuðum hljóðfærið fána, þar sem píanóið væri eins mikils virði og hver mannleg vera, og talsvert meira en margir hverjir, en enginn gaf því gaum. Við lyftum píanóinu upp. Þetta var venjulegt Pleyel píanó, en eftir alla drykkjuna verkaði það þungt eins og konsertflygill. En við lokaátakið valt píanóið yfir borðstokk- inn. Er píanóið skall í hafflötinn, mynd- uðu strengirnir skerandi málmhljóð, er hljómaði í eyrum okkar sem neyðaróp úr mannsbarka. Petro, sem var heittrú- aður katolikki, tók ofan Baskahúfuna sína og bærði varirnar. Ef til vill baðst hann fyrir. Enginn sagði neitt. Við fór- um til klefa okkar og sofnuðum strax. Þegar skipið kom til Saigon, vorum við kallaðir fyrir skipstjórann. Hann sagði, að við fengjum nákvæmlega eina klukku- 38 JazziUií

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.