Jazzblaðið - 01.12.1951, Page 40

Jazzblaðið - 01.12.1951, Page 40
Gleðileg jól og farsœlt komandi ár. Samkomuhús Vestmannaeyja. Gleðileg jól og farsœlt nýtt ár. Hljómsveit Aage Lorange Framhald af bls. 26. Væri fróðlegt að heyra Jónas leika með okkar fremstu jazzleikurum, þar fengi hann tækifæri til að sýna, hvað hann gæti sem jazzleikari. Jóhann Gunnar Halldórsson er mjög mislukkaður tenórleikari, að minnsta kosti sem einstaklingur, sem „section“- maður er hann illnotandi. Tónninn er þunnur og veikbyggður. Væri ekki úr vegi fyrir hann, að halda á hljóðfærinu heim eftir einhvern dansleikinn og æfa sig. Örlítils persónuleika gætir þó hjá Jóh. Gunnari á harmoniku, og þá helzt í rhumbum og sömbum. Poul Bernburg trommuleikari hefur lengi leikið á trommur. Hann er fastur 40 JaizéUd BERNH. PETERS|N fyrir og jafnframt mjög þungur. Minnir hann einna helzt á enska trommuleikara frá 1935—40. Nafnið Aage Lorange er fyrir löngu þekkt hér á landi. Persónuleiki manns- ins er mikill. Píanistinn Aage Lorange er samt takmarkur mjög. Jazzleikarinn Aage Lorange er ekki til. Svo við snúum okkur aftur að hljóm- sveitarheildinni. Núverandi hljóðfæraskipun er nýkom- in til og kannske ekki við miklu að bú- ast strax, eins og komið hefur fram í grein þessari. En því ekki að reyna að gera eitthvað? Þó að áhuginn hafi ef til vill rokið út í veður og vind fyrir mörgum árum, þá væri tilvinnandi að reyna að krafsa sig upp á bakkann, þó ekki væri nema málefnisins vegna. Oddur.

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.