Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.12.1952, Blaðsíða 2

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.12.1952, Blaðsíða 2
sEffifi£&5a IIALLGRÍMUR JÓNASSON er löngu þjóð- kunmir maður, þótt ekki væri fyrir annað en ferðaþætti sína og stökur. Meöal annars vegna afmælis Ferðafélagsins, varð þaS úr, að við bæð- um hann um nokkrar vísur. Varð hann góðfús- lega við þeim óskum. A leið inn á öræfi orti Hallgrímur: Við mér blasir auðnin öll yfir bláum heiðum. Enn skal halda inn á fjöll, út af troðnum leiðum. Viður hringur auðnar er. Ómur kringum glaður, líkt og syngi í sálu mér; — svona yngist maður. A gömlum slóðum — ekki er þess getið livar — Er nóttin kemur dul og drauma við, cg dagsins önn er liðin hjá um sinn, þá hverf ég einatt inn í liðna tíð hins unga drengs — við fjallabæinn sinn. A Fjórðungssandi er víða dásamleg útsýn um óravíðan hálendisgeiminn, með Vatnajökul, Há- göngur og Tungnafellsjökul í boga austur undan, eins og heyra má á þessari vísu: Hvílir Iand í boga beygt, — bak við himinlindir. Geta dauðleg augu eygt öllu fegri myndir? Hallgrímur secir svo frá: — í fyrrahaust ók- um við nokkrir þvert yfir Kjalhraun, en brutum bilinn á lciðinni og urðum að dvelja næturlangl þar uppi í Gránunesi, þar til bílstjóranum Guð- brandi Jörundssyni) hafði tekizt að tjasla við vagninn. Fyrr um daginn hafði einn förunauta minna tekið krankleik all slæman — og var það nábítur heiftarlegur. Var staðurinn siðan við hann kenndur. A heimleið í hinum bilaða bíl, var vísa þessi gerð, er Kjalvegur hvarf sýnum okkar, Iflær við byggðin hugum stæð, hægt þó Brandur aki. Gránunes og Nábítshæð nú eru langt að baki. Félagi Hallgríms veiddi í Fiskivötnum silungs- ódrátt einn, sem enginn hafði þvílíkan séð, og var ætlað að sá myndi seigtir verða undir tönn: Horft var á ’ann hrifnum augum, hér eg hvergi frásögn ýki. Grímur dró úr djúpsins laugum djöfulinn — í silungs líki. Og til veizlu ýmsum bauð hann a-ðri og lægri heiðursmönnuin. Lengi nætur Sátan sauð 'ann, seigur var hann undir tönnum. Norður við Tungnafellsjökul var Hallgrímui' ásamt Guðm. Jónassyni, höfðu þeir sullast yfii' Köldukvísl og fleiri ár og kvislar og voru komn- ir inn i Jökuldal, — sem lika er nefndur Nýi- dalur. Þá varð þessi til: Strengir sungu, geislar glóa, gylla tungu dals; upp að bungu efstu snjóa ókstu klungur fjalls. Hér er svo vísa sem Hallgrímur nefnir: Landið' kallar: Landið mjallar Ijúfa þrá la:tur alla finna. Það mun kalla okkur á inn til fjalla sinna.1 r------------------■--------—-------:-------------------——s UtvarDStíðindi — Nýr flokkur. — Ctvarps- og bókmennlablað. — Flytur <lag- skrárkynningu, bókmenntafréttir, raddir hlustenda, sögur, ljóð og skemmtilegt léttmeti, Þessi árgangur kostar kr. 35.00 og lausasöluverð kr. 3.00 heftið. — Ritstjóri: Jón úr Vör, Kársnesbraut 32, Kópavogi. — Afgreiðsla: Bókaverzlun Kristjáns Krist- jánsronar, Hafnarstræti 19, Reykjavík, simi 4179. — Prentað í Borgarprenti, Veghúsastíg 9b. k____________________________________________________________y 2 ÚTVARPSTl ÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.