Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.12.1952, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.12.1952, Blaðsíða 12
Það er farið að rigna og Déserée hleypur allt livað aftekur eftir hinum hörðu steinstrætum Parísar, og er hún kemur að brú einni á Signu a'tlar hún þegar að varpa sér í ána. En um leið er þrifið í öxl liennar. Ungi hers- höfðinginn, sem hafðrleyft henni að fylgjast með sér inn til frú Tallien, hefur veitt henni eftir- för í vagni sinum. Hann ber hana nú inn í vagninn og reynir að tala um fyrir henni. Hún hvílir grátandi við öxl hans og þau aka lengi um borgina, unz hún hefur grátið út. Ungi mað- urinn segist heita Jean-Baptiste Bernadotte og kveðst hafa mikinn liug á að gifta sig, segist hafa lagt fyrir svo mikið af launum sínum, að hann geti keypt sér lítið hús, þar sem væntanleg kona hans og barit geti átt góða daga. Hann seg- ir að sér lítist svo vel á Désirée, enda þólt hann viti engin deili á henni, að hann biðji hana að giftast sér. En Désirée hefur engan liug á slíku. Hún gefur honum engar vonir og hverfur heim til sín, án þess að gefa honum upp heiniilisfang sitt. Vegur Napoleons verður æ meiri. Hann vinnur inikla sigra bæði í hernaði og á stjórnmálasvið- inu. Hann er nú orðinn æðsti maður rikisins með nafnbótina fyrsti ræðismaðtir Frakklands. Jóseph bróðir hans er gerður landsstjóri í Neapel og býr þar í höll, ásamt Júlíu konu sinni. Þangað kemur Dérisée í heimsókn til systur sinnar og dvelur hjá henni. Fundum þeirra Désirée og Bernadotte ber nú aftur saman. Þau liafa ekki getað gleymt hvort öðru og nú er bónorði hans betur tekið. Napoleon, sem öllu ræður, leggur blessun sina yfir hjúskap þeirra, og þau setjast að í París. Vegna mægða, vináttu og mannaforráða Berna- dotte, eru þati handgengin fjölskyldu Najioleons, og þegar Bernadottehjónununi fa-ðist sontir, ræð- ur Napoleon nafni hans og er liann skirður Óskar. Bernadotte er langdvölum að heiman, vegna hinna eilífu styrjalda sem Napoleon efnir til við ná- granna ríkin. Milli hans og Napoleons er annars grunnt á því góða, vegna þess að Napoleon hefur svikið allar hugsjónir lýðveldisins, tekið öll ráð í sinar hendur og stefnir að því að láta gera sig að keisara. Bernadotte hershöfðingi getur þó ekkert við framvindu sögunnar ráðið og verða þau hjónin að taka þátt í liiiium iniklu hátiða- höldum, þegar Napoleon lætur krýna sig til keisara. Bernadotte æskir þess að komast frá Paris og til launa fyrii" afrek hans í herstjórn og i vináttuskyni við Désirée er hann skipaður lands- stjóri í hernumdum svæðum hins forna þýzka ríkis. En hann hefur verið útnefndur einn af marskálkum franska hersins og fær því ekki lengi að sitja um kyrrt. Enda þótt veldi Napoleons sé mikið, gengur þó á ýmsu, og margar hættur steðja að, Jóseph bróðir hans, sem hann hafði gert að konungi á Spáni, er hrakinn þaðan, og erfða- féndur Frakka, Englindingar, sátu sjaldnast lengi aðgerðalausir. — Napoleon liafði nú skilið við Jósephinu, vegna þess að hún gat ekki alið hon- um ríkiserfingja — og gengið að eiga Maríu- Lofísu dóttur Austurríkiskeisara. Bernadotte hefur verið gerður að fursta af Ponte Corvo. Hann hefur eignast miklar hallir og jarðeignir og nú húa þau hjónin í París við mikið veraldlegt gengi. — En þegar herir Napoleons voru fjarri París notuðu Englendingar tækifærið, gerðu strandhögg og stefndu til höfuðborgarinnar. — Að ráði fyrirmanna ríkisins, en án samráðs við Napoleon, sent var fjarverandi með lterjum sín- um, var Bernadotte falið að stemm^ stigu við framsókn Engiendinga og tókst honiim að sigra þá og hjarga Frakklandi. Þetta sárnaði Napoleon mjög, en varð auðvitað að sýna Bernadotte þakk- læti sitt í orði og verki. Bak við tjöldin uniiu ýmsir vinir Bernadotte að því að koma því svo fyrir að konungurinn í Svíþjóð, sem var farinn að heilsu og átti ekki börn, gerði Bernadotte að ríkiserfðingja í Sví- þjóð. Bernadotte, sent þráði að komast undan yfirráðum Napoleons og hafði haft allmikil kynni af Svíum, vildi gjarna að þetta yrði. En Désirée varjim og ó. Hún vildi að sjálfsögðti hag manns síns og sonar, en sjálf þráði hún ekki tignar- stöður. Napoleon var þessi ráðstöfun á móti skapi. Hann var móðgaður vegna þess að sænski konungurinn skyldi ekki snúa sér beint til hans, svo að hann hefði getað valið einn af bræðrum sínum t ríkiserfðingjasætið í Svíþjóð, og þar itteð tryggt sér öruggann bandamann á Norðtirlöndum gegn Englendingutn og Rússum. IJann varð þó að sætta sig við þetta, en sótti það fast að Bernadotte styddi Frakkland í hin- um væntanlegu átökum. Bernadotte og Óskari syni hans var vel tekið við sænsku hirðina, en það var litið niður á Désirée vegna ættar hénnar og ókonunglegrar framkomu, fer svo að hún ákveður, eftir aðeins eins vetrar vist í Svíþjóð, að hverfa aftur til ' Parísar. Keisárinn í Rússlandi hefur leynilega boðið Bernadotte ntægðir við sig. — Framhald 12 Otvarpstíðinoi

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.