Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.12.1952, Blaðsíða 18

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.12.1952, Blaðsíða 18
Núna síð'ast á sunnndagskvöldið 26. okt. skrúl- aði ég fyrir Leðurblökusönginn og var útvarps- iaus það sem eftir var kvöldsins. Var það þriðja kvöldið í röð, sem mér fannst tkki svara kostn- aði að hlusta. Hin fyrri voru á afmæli Sameinuðu þjóðanna og kvöldvakan á fyrsta vetrardag. — Heldur útvarpsráð og aðrir ráðamenn þjóðarinn- ar virkilega, að við séum ekki farin að þekkja þessa virðulegu stofnun — Sameinuðu þjóðirnar — og hugsjónir liennar? Það er haldið upp á afmælisdag flestra deilda hennar með ráðherra- og fyrirmannaræðuin, auk allra þakkarávarpa og skýrsluflutninga þéirra, sem fara utan á þing hénnar og ráðstefnur, að ógleymdum daglegum fréttum frá Daða, sem alltaf er að fræða okkur um það, sem hvert mannsbarn veit, og tala við okkur eins og við séum nýjasti árgangurinn í barnaskólanum. — Og svo kemur viðtal við Thor Thors með siimu skömmunum um Rússa og kommúnista og við heyruin dagsdaglega í frétt- um. Og hvaða smekkvisi er það — jafnvel þótt allt væri satt, sem sendimaður okkar segir — að þylja níð um nokkrar af sameinuðu þjóðun- um á hátíðisdegi þeirra. Ég hlustaði ekki á ræðu forseta íslands, vildi eiga það inni til hátiðlegra tilefnis. — Nú i vetrardagsskránni var Magnús Jóns- son prófessor með hugleiðingar um misseraskipti. Hún varð ekki uppbyggileg, erindi Kristjáns Eld- járns — sem venjulega eru ágæl — var með dauf- ara móti, og Páli Isólfssyni, tókst ekki að bjarga kvöldinil með þjóðkór sínum, og vil ég þó ekkert misjafnt segja um það söngfélag. Það er gott með öðru góðu, en kemur manni sjaldan á óvart. Víðreist fólk og útvarpsk'onur. Tveir flokkar virðast gera víðreist — ef dæina má eftií erindum í útvarpi — það eru stjórn- málamenn og kvenréttiridakomir, ferðasögur þeirra eru 'yfirleitt illa gerðar og ætti útvarpið að vera vandfýsnara fyrir hönd hlustenda en það er um val þeirra, en líklega eiga útvarpsmenn þarna við ofurefli að etja. Við verðum bara að skrúfa fyrir, þegar við höfum fengið nóg. Það skal þó viðurkennt að konurnar eru þarna mun skárri en stjórnmálamennirnir — og ekki megið þið taka orð mín svo, að ég sé yfirleitt að amast við konum í útvarpi. Veri þær vet- komnar þar, þegar þær hafa frá einhverju merki- legu að segja i— eins og t. d. Ragnheiður Jóns- dóttir skáldkona með ameríkuerindi sitt. Mar- grét Jónsdóttir skáldkona hefur líka flutt þokka- lega þætti í sumar. 7. TÓMSTUNDAÞÁTTURINIV SKÝBINGAMYND FBA JÓNI PALSSYNI -Mynd þessi af kassa, er einkum birt vegna barna og unglinga, er safna eggjum. — Hann er gerður úr þunnum pappa, eða karton. Botninn (B) cr teiknaður fyrst, og hafður 1 sm. stærri — á livern veg, — en eggið. Ef botninn t.d., er 6x10 sm. verða liliðar (H) og gaflar (C) að vera 6 sm. á hæð; en hæðin er fengin á þann hátt að framlengja breiddar- og lengdarlínum botnsins um 6 sm. — Lokið (I.) er af sömu stærð og botninn. Kássinn er síðan klipptur eða skorinn eftir útlínunum og beygður eftir brotnu línunum (Sjá 1. inynd.) En áður þarf að inarku greini- lega í pappann, eftir línunum, með beini eða þunnri greiðu. — Ef pappinn er í þykkara lagi. þarf að gera grunnar ristur í liann með hnífsoddi, svo auðvéldara sé að beygja hann á réttan liátt, þannig að kassinn verði allsstaðar hornréttur. 1- mynd sýnir kassann að utantieriiu ósámansettann. Lím er nú borið á innafbrotin (þ.e.: fletina X) og þaii límd við gaflana að innanverðu, eins og sýnt er á 2. mynd. Þar sést og hve'rnig lokið er beygt (L og L 1). — Þegar kassanum er lokað er fletinum L 1 smeygt niður með framhliðinni, að innanverðu. — Eggjasafnarar geta auðvitað sleppt lokinu, ef þeir vilja; það er haft hér með vegna þsirra barna, er vilja sjálft gera litla kassa úr þunnu efni, undir ýmiskonar smádót. 18 CTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.