Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.12.1952, Blaðsíða 8

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.12.1952, Blaðsíða 8
svefnherbergið og athugar sig gaumgæfi- lega í speglinum. Dyrabjöllunni er hringt. Hún fær ákafan hjartslált, flýtir sér til dyra og opnar úti- hurðina, óstyrkri hendi. Á tröppunum stendur sendill úr kjöt- búðinni. — Kálfskjötið, frú, gerið þér svo vel. Tólf og fimmtíu, takk fyrir. Þegar hún hefur afgreitt sendilinn, flýtir hún sér inn í stofuna og kastar sér í hægindastólinn til að jafna sig eftir von- brigðin og geðshræringuna. Hvernig skyldi þetta verða? Skyldi hann taka hana í faðminn og heilsa henni með kossi eins og í gamla daga? Hvaða heimska. Hún, sem var gift kona, og hann eigin- maður og faðir vestur á Patreksfirði. Þau voru ekki börn lengur og ekki heldur elsk- endur, og í raun og veru var ekkert, sem tengdi þau lengur. Og þó -------. Var þáð ekki aðeins tíminn, umhverfið og kring- umstæðurnar, sem hafa tekið hreytingum? Það, sem liðið var, gat ekki hafa breytzt, og hlutu þau ekki að vera hin sömu, frá fæðingu til æviloka? Aftur er dyrabjöllunni hringt. Frúin hrekkur upp frá þessum hugsunum. í þetta skipli fer hún sér hægt að opna úti- dyrnar, en nú er það hann, sem kominn er. Á tröppunum stendur fremur lágvaxinn og lotinn maður, dökkur yfirlitum með stuttklippt yfirskegg og barta. Hattur hans er illa brotinn og virðist helzti stór, því að hann situr niður á eyrum. Ferðafötin hans eru úr grófgerðum ull- ardúk, dálítið krympuð og velkt, hnjápok- ar á buxunum, og frakkinn, sem hann ber á handleggnum, er ekki laus við óhrein- indi á kraganum. Hún veitir þessu öllu eftirtekl í einni sjónhendingu. — Komdu sæl, Valborg, segir hann og réttir lienni höndina. — Komdu sæll, Eyvindur, og vertu vel- kominn, segir hún þýðlega. Henni finnst handtak hans ópersónu- legt, án hlýju, og finnur, að hönd hans er sigghörð með sprungum. Hún tekur við hatti hans og frakka og býður honum inn í stofuna, vísar honúm til sætis í hægindastólnum og fær sér sæti gegnt honum. :Nú kannast hún betur við andlitsfall hans, sinágert og fínlegt, þó að ekki geti það kallazt frítt og beri ýmis augljós merki eftir stimpilklukku áranna, og þegar hún lítur í augu hans, þá sýnist henni bregða fyrir Ijósbjörtum glampa, sem henni var svo þekkur og minnisstæður. Það rifjast nú upp fyrir henni, hvað það var, sem árin hafa þurrkað burt úr svip hans og augum, en í þess stað skilið eftir hrukkur og þreytulegt yfirbragð. En hvað maður eldist mikið á tuttugu árum, hugsar hún. Hefur mér í rauninni farið svona mikið aftur? Nei, það getur ekki verið. Allir segja, að ég haldi mér vel, enda hef ,ég átt við gó.ð kjör að búa, en hann hefur átt erfitt. Hún finnur til samúðar með honum í þvi umkomuleysi: sem henni finnst hann bera með sér. Á meðan hún leitar eftir umtalsefnb rennur það upp fyrir henni, að nú muni þau eiga fátt sameiginlegt annað en minn- ingar, svo fjarlægar, að þær bera tæplega lengur blæ raunveruleikans. — Ertu búinn að dveljast lengi í bæn- um? segir hún að lokum. •— Nei, ekki er það nú. Ég kom hingað fyrir viku eða svo og fer eftir tvo daga. — Varstu ekkert að hugsa um að heilsa upp á mig, áður en þú færir? spyr hún. — Satt að segja hafði ég ekki hugmynd um, hvar þú varst niður komin. Þú varst fyrir austan, síðast þegar ég vissi til, seg- ir hann næstum afsakandi. 8 ÚTVAHPSTlÐINIDI

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.