Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.12.1952, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi : nýr flokkur - 01.12.1952, Blaðsíða 14
ENDURFUNDIR Framh. af 9. xídu. Síðan verður |)ögn á ný. Henni finnst, að nú sé það hans að spyrja. eins og liann líka gerir að lokum. — Þér hefur liðið vel? segir hann, og í rauninni er þella viðurkenning á stað- reyndum, fremur en spurning. — Já, já. Okkur hefur búnazt vel, seg- ir hún, og með duldu stolti litast hún ó- sjálfiátt um í ríkmannlegri stofunni, en iðrast þess samstundis. Ég hefði ekki átt að segja „okkur“, hugsar hún. Stundarkorn horfir hann niður á flos- að gólfteppið og segir svo: — IJvað starfar hann, maðurinn þinn? — Hann er umboðssali. •— Og hvað er það helzt, sem liann verzlar með? — Hann selur rafmagnsáhöld, tekalla, hrauðristar, rakvélar og rottugildrur. — Rottugildrur? — Já, eins konar rafmagnsrottugildr- ur. Þær hafa verið mikið eftirspurðar, síðan rottunum fór að fjölga svona mikið. — Því get ég trúað. Og er nú hægt að lifa á þessu? — Já, já. Okkur hefur húnazt vel, verður henni að orði í annað sinn, og hún roðnar við og finnst, að hún hafi tekið heimskulega til orða. Enn verður þögn. ’ . — Ræktið þið kartöflur? spyr hann svo. — Nei, það gerum við nú ekki. Okkur hefur ekki fundizt það borga sig. Maðurinn minn hefur ekki mikinn tíma til þess kon- ar. starfa, og svo höfum við ekki geymslu- pláss fyrir þær eða verkfæri sem þessu fylgja- — Þetta er þó stórt hús, segir hann. — Já, j)að er tvær liæðir og kjallari undir öllu húsinu, segir hún og forðast að láta mikillætis gæta í raddhreim eða lát- bragði. — Einmitt það. Kjallari undir öllu hús- inu, segir hann og horfir út undan sér og hún sér, að nú er hann annars hugar. Hann minnist ekki á neitt af j>ví liðna, hugsar hún. Sennilega gerir hann það af ráðnum hug og ætlast til, að það sé allt gleymt og grafið. Eða er hann nú á valdi minninganna og leitar eflir orðutn til að hefja máls á því, sem við eigum sameig- inlega í þeirra veröld? Allt i einu veitir hún því eftirtekt, að hann hefur ekki gælt þess að taka af sér íkóhlifarnar. Hún roðnar ósjálfrátt fyrir hann og kvíðir því með sjálfri sér, að hann veiti því eftirtekt og fari að verða vandræðalegur. Þegar |)ögnin er farin að verða ój)ægi- lega löng, ræskir hann sig nokkrum sinn- um, unz hann segir: — Hvernig er það, Valborg, er — er hérna — er hérna — — hann stainar á orðinu. Nei, nú er ég húinn að gleyma því, sem ég ætlaði að segja. Hann brosir hálfvandræðalega. — Þú manst það kannski bráðum, seg- ir hún og horfir brosandi í augu hans. — Já, já. Sjálfsagt man ég ])að hráð- uin. En [>ó að ég gleymdi ])ví alveg. þá kæmi það víst ekki að sök, það gelur ekki hafa verið neitt merkilegt. Hún fagnar glampanum, sem keinur í augu lians, j)egar hann segir þetta. — Ég held einmitt, að það hafi verið eitthvað merkilegt, segir hún og stendur á fætur. Eg fer nú að hita kaffi lianda okkur. ■ >— Nei, j)akka þér fyrir. Enga fyrir- höfn mín vegna. Ég drakk kaffi fyrir stuttu og hef enga lysl á J>ví núna. Hann slendur einnig á fætur. eins'og í mótmæla skyni. 14 OTVARPSTtÐIN'D

x

Útvarpstíðindi : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/727

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.